Multicultural-gang-of-children

Fyrr í vetur átti ég góðar og fræðandi samræður við nemendur mína í 10. bekk um rasisma. Ég hafði fleygt því fram í lok spænskutímans í vikunni á undan að í næsta tíma myndum við ræða um rasisma, en þegar leið að næsta tíma hafði ég gleymt öllu um það enda hafði ég sett þetta fram í hálfgerðu jóki. Þá kom til mín einn af nemendum mínum sem spurði hvort ekki væri öruggt að farið yrði í þessa umræðu ?

Það varð úr að staðið var við áformin og kennslustundin fór að þessu sinni í að ræða um rasisma, enda álít ég tungumálakennslu vera margþætta, þar á meðal er hún kynning á fjölmenningarmálum ýmiskonar.

Til að byrja með þá kom strax í ljós að yfir helmingur bekkjarins voru af erlendu bergi brotnir. Í bekknum voru tveir múslimar, yndislegir krakkar bæði tvö, eldklár og skemmtileg. En þessi umræða leiddi í ljós myrka og dapurlega sýn sem mun verða mér minnisstæð um ókomna tíð. Fram kom að múslimakrakkar upplifa ofbeldi og hótannir daglega vegna uppruna síns. kynferðislegt áreyti er umtalsvert í garð stúlkna af erlendum uppruna og múslimakrakkar lenda í miklum útistöðum.

Hverjum er um að kenna ?

Nærtækast er að kenna um foreldrum sem bregðast þeirri skyldu sinni að innprenta börnum sínum umburðarlyndi og virðingu fyrir því fjölbreytta umhverfi sem þau alast upp í. Það er afar vanhugsað að foreldrum að láta börn sín verða vitni að eða jafnvel taka þátt í samræðum þar sem talað er með neikvæðum hætti um fólk af erlendum uppruna. Það eina sem þetta framkallar eru félagsleg vandamál fyrir viðkomandi barn, svo ekki sé minnst á þá áþján sem neikvæð viðhorf valda börnum af erlendum uppruna. Foreldrar ættu því að hugleiða hvað þau gera sínu eigin barni þegar þau innprenta barni sínu fordóma, því í samfélagi fordóma, þjást allir.

En hver er rótin að þessari illsku allri ?

Rót alls þessa liggur hjá forystu stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Forystumenn þessara flokka, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, hafa ekki staðið undir þeirri skyldu sinni að kveða niður þjóðernispopúlískan áróður innan sinna vébanda. Þingmenn og á köflum forystan sjálf hafa hvað eftir annað hvatt til öfgafullrar afstöðu í garð innflytjenda meðal þjóðarinnar. Í öllum grunnskólum landsins er fjöldi barna og unglinga sem þurfa að þola langa daga undir stríðni, yfirgangi, áreyti, hótunum og ofbeldi, sökum uppruna síns.

Ég ásaka ykkur báða, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, fyrir heigulsháttinn. Ég ásaka ykkur fyrir að gróðursetja nýrasisma meðal almennings í ykkar hagsmunadrifna tilgangi. Þetta gerið þið í þeim tilgangi að reka fleyg milli fylkinga, enda er stefnuskrá ykkar slík að það aðhyllist engin aðra eins misskiptingu. Þess vegna bregðið þið á það ráð að hræða fólk til að kjósa ykkur, á þeim forsendum að hér stafi ógn af innflytjendum, múslimum sem telja fjórðung alls mannkyns. Nú eða þá að þið reynið að hræða fólk á landsbyggðinni til þess að kjósa ykkur vegna þess að í Reykjavík búi eintóm illmenni og vesalingar.

Þið sem verjið en Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og öll hennar illvirki í embætti innanríkisráðherra, Sigmundur og Bjarni. Það er við ykkur að sakast, að börn og unglingar kvíða í dag fyrir því að mæta í skólann. Það er við ykkur, Bjarni og Sigmundur að sakast, að börn og unglingar eru lamin og þeim hótað stanslaust í formi ofbeldis og kynferðislegs áreytis, vegna uppruna síns.

Því ásaka ég ykkur tvo, Bjarni og Sigmundur. Þið eruð ekki móralskir menn. Þið eruð óábyrgir formenn ykkar flokka báðir tveir.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ég ásaka Sigmund og Bjarna um fasisma

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.