syria-children_2402338b

Lagt var til að Facebook-kommentakerfi DV.is yrði lokað þegar blaðamenn væru ekki á vakt, í svo kallaðri SWOT greiningu sem blaðamaðurinn Eggert Skúlason vann fyrir stjórn DV haustið 2014. Þá var lagt til að að ritsóðum yrði úthýst úr kerfinu.

Hinn sami Eggert Skúlason, er nú annar af tveimur starfandi ritstjórum blaðsins en þegar Eggert tók við starfinu,  þá skorti ekki yfirlýsingar hjá honum um slæmt ástand á athugasemdakerfi DV með vísan til fyrrnefndrar greiningar sem Eggert hafði sjálfur unnið.

Nú er ekki að sjá að Eggert láti sig miklu varða athugasemdir sem verða að hluta að flokkast undir hatursræðu ef marka má umræðu um þessa frétt hér af íbúafundi á Kjalarnesi. Ekki er svo sem eins og að eitt einasta gagnrýnisvert atvik hafi komið upp á Kjalarnesi í tengslum við veru Sýrlenskra flóttamanna í Arnarholti, sem gæti þótt eðlilegt tilefni til upphrópanna, en engu að síður eru athugasemdir í garð flóttafólks í Arnarholti bæði meiðandi og grimmilegar.

Hvað varð um hinn loftkennda Eggert Skúlason og yfirlýsingar hans um að vakta virka í athugasemdum ? Er hann kannski að bíða eftir merki frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um að þessi hatursræða sé til háborinnar skammar ?

Lítið hefur svo sem farið fyrir áhyggjum forsætisráðherra af aukinni hatursræðu í garð flóttafólks og mætti í raun álykta að hún væri samkvæmt áætlun Framsóknarmanna enda er hún undan rifjum Framsóknarflokksins runnin.

En Eggert sefur á vaktinni svo mikið er víst enda er fréttin sem um ræðir orðin 3 daga gömul.

Hér eru nokkrar athugasemdir sem Eggert er augsýnilega sáttur við:

DV-comments

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Eggert Skúlason sefur á vaktinni – Hatursræða !

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.