En þessi geðveiki grasserar svo sem, það væri umræðuefni út af fyrir sig hvort ekki ætti að banna sölu á tölvuleikjum sem þessum sem börn allt niður í 6 ára aldur komast í tæri við. Þessa leiki er hægt að kaupa í næstu verslun. Þarna læra krakkar að ná sér í vændiskonu, lemja hana og/eða drepa. Drepa lögreglumenn og margt margt fleira. Svo er fólk að gera sér upp áhyggjur af flóttafólki þegar að þið eruð að ala óvininn upp í ykkar eigin húsum.

Grand theft auto 1

Sem betur fer þá er nú flestum ljóst að þær umræður (svokallaðar) sem Þjóðfylkingin og Útvarp Saga stæra sig af að þora að taka, eru ekki af þeirri tegund sem akademískt væru kallaðar umræður að öllu jöfnu. En það er alltaf hægt að finna upp hjólið í hugum sumra.

Ég er með hugmynd að ráðstefnu sem ég ráðlegg Arnþrúði Karlsdóttur að halda um hin ýmsu málefni. Mál sem við almennt höfnum því að ræða en kannski eru það hetjur á við Arnþrúði og aðra áhangendur Útvarps Sögu sem einmitt þora og vilja taka þau mál til umræðu.

Nú skulum við ræða í alvöru hvort við ættum ekki að leyfa kynferðislegt ofbeldi, á konum og börnum, körlum. Tökum þá umræðu ?

Nú skulum við ræða í alvöru hvort við ættum ekki að leyfa mannát ?

Nú skulum við ræða í alvöru hvort við ættum ekki að leyfa morð, einnig fjöldamorð, á vændiskonum ? Við erum svo sem með börnin okkar í tölvuleikjum þar sem vinsælt er að myrða vændiskonur og lögregumenn. Er ekki komin tími á að leyfa þetta ?

Nú skulum við ræða í alvöru hvort við ættum ekki að leyfa alla mögulega og hugsanlega mismunun, svo sem á grundvelli efnahags og þjóðfélagsstöðu ?

Ég veit ekki með ykkur en ekkert þessara mála eru til umræðu frá mínum bæjardyrum séð. Þvert á móti þá myndi ég láta lögregluna vita.

Það hefur alltaf verið sú tilhneiging til staðar hjá fólki að vilja sleppa takinu, upplifa hreint frelsi til að gera hvað sem er í samfélagi þar sem gilda engin lög og regla. Sumt fólk er þó verr haldið af slíkum hugmyndum en annað. Flest fólk hugleiðir slíka möguleika einungis í mýflugumynd, en það fólk er þó til sem er mjög upptekið af því að slíkur veruleiki sé mögulegur og vill taka þá umræðu.

Kynferðisbrotamenn eru margir hverjir á þeirri skoðun að þeir séu ekki að brjóta af sér. Mannætur einnig. Það er einnig til fólk sem að réttlætir morð fyrir sér. En þetta eru grundvallarsjónarmið sem við tökum aldrei til umræðu. Það er til fólk sem að skilur ekki slík sjónarmið sem eru dýpstu strengirnir í slaghörpunni. Þessi mál voru afgreidd fyrir löngu síðan og flest fólk hefur enga þörf fyrir umræðu um þau.

En þessi geðveiki grasserar svo sem, það væri umræðuefni út af fyrir sig hvort ekki ætti að banna sölu á tölvuleikjum sem þessum sem börn allt niður í 6 ára aldur komast í tæri við. Þessa leiki er hægt að kaupa í næstu verslun. Þarna læra krakkar að ná sér í vændiskonu, lemja hana og/eða drepa. Drepa lögreglumenn og margt margt fleira. Svo er fólk að gera sér upp áhyggjur af flóttafólki þegar að þið eruð að ala óvininn upp í ykkar eigin húsum.

 

[envira-gallery id=”9188″]

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Eigum við að afnema mannréttindi ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.