Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir að sér fyndist

“það ekki mjög lýðræðislegt né vænlegt til árangurs fyrir sjálfstæðisstefnuna að sleppa því nú við þessar aðstæður að kalla flokksmenn saman til að skýra stefnuna, kjósa forystu og skerpa áherslur fyrir kosningar.”

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þórður Þórarinsson segir enga ástæðu til að boðað verði til landsfundar í aðdraganda kosninga og á síður von á því að krafan um landsfund verði rædd á miðstjórnarfundi í dag.

Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, voru 64 prósent svarenda hlynnt því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segði af sér embætti fjármálaráðherra. einnig voru 60 prósent hlynnt því að Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, segi af sér sem innanríkisráðherra. Einungis sjö prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru hins vegar hlynnt því að Bjarni segði af sér, og 22 prósent þeirra voru hlynnt því að Ólöf myndi láta af embætti.

Um þetta er þó langt frá því einhugur innan flokksins og segir Unnur Brá Konráðsdóttir á facebook síðu sinni:

“Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins og þar er heildarstefna flokksins í landsmálum mótuð, samkvæmt 7. gr. skipulagsreglna flokksins. Landsfund skal halda annað hvert ár. Miðstjórn boðar og undirbýr landsfund. Heimilt er að boða til landsfundar oftar ef miðstjórn telur brýna þörf krefja. Reglulegur landsfundur skal boðaður með minnst þriggja mánaða fyrirvara, samkvæmt 8. gr. skipulagsreglna flokksins.

Ég man ekki til þess að hafa tekið þátt í kosningabaráttu fyrir flokkinn án þess að stefnan hafi fyrst verið mótuð á landsfundi og umboð forystu endurnýjað af flokksmönnum. Skilst reyndar að það hafi gerst árið 1979 þegar kosið var til alþingis með mjög skömmum fyrirvara. Mér fyndist það ekki mjög lýðræðislegt né vænlegt til árangurs fyrir sjálfstæðisstefnuna að sleppa því nú við þessar aðstæður að kalla flokksmenn saman til að skýra stefnuna, kjósa forystu og skerpa áherslur fyrir kosningar.  http://www.ruv.is/frett/engin-astaeda-til-ad-flyta-landsfundi”

 

Ekki allir sammála framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn