Siðferðisstuðull fólks hækkar með aldrinum jafnt og þétt eftir að fertugsaldri er náð. Sú er ástæðan fyrir því að fátítt er að aldraðir steli bílum, stundi innbrot eða handrukkun, brjóti rúður, selji eiturlyf, falsi greiðslukort og svo framvegis. Glæpaferill flestra afbrotamanna fjarar út þegar aldurinn færist yfir.

Þessi staðreynd stangast að hluta til á við niðurstöðu danskrar rannsóknar. Földum myndavélum var komið fyrir á völdum stöðum á elliheimilum – án vitneskju vistmanna. Í ljós kom að aldraðir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Þeir gefa grunnskólakrökkum ekkert eftir í illgirni og einelti. Munurinn er sá að gamlingjarnir eru útsjónarsamari og lúmskari. Þeir eru snillingar í að etja fólki saman og stofna til illinda með baktali, ýkjum, hálfsannleik og hreinum lygum. Klíkumyndanir eru algengar sem og að skilja fólk útundan. Hrindingar og annað líkamlegt ofbeldi viðgengst þegar aðrir sjá ekki til. Kynferðislegt áreiti er vandamál. Þar eru ekki einungis karlmenn gerendur.

Það er full ástæða til að vera á varðbergi gagnvart öldruðum. Og alls ekki trúa öllu sem þeir segja.

Latest posts by Jens Guð (see all)

Ekki er allt sem sýnist

| Jens Guð |
About The Author
-