Refugees like this little boy from Syria can see no way forward and no way back after Macedonian authorities officially announced the complete closure of the border with Greece on Wednesday, leaving thousands in despair. Everybody kept asking us, “Is the border going to stay closed? What are we supposed to do?” As EU leaders prepared a deal with Turkey that would effectively barter refugees, the humanitarian crisis is worsening in places such as the Greek border crossing of Idomeni, where up to 13,000 refugees and migrants have been stranded. The border restrictions and gradual closure imposed here by neighouring Macedonia, effectively shutting the Western Balkans route, have fueled an increasingly desperate situation for asylum-seekers. Here are some of the scenes captured by Amnesty International’s Fotis Filippou.

Refugees like this little boy from Syria can see no way forward and no way back after Macedonian authorities officially announced the complete closure of the border with Greece on Wednesday, leaving thousands in despair. Everybody kept asking us, “Is the border going to stay closed? What are we supposed to do?”
As EU leaders prepared a deal with Turkey that would effectively barter refugees, the humanitarian crisis is worsening in places such as the Greek border crossing of Idomeni, where up to 13,000 refugees and migrants have been stranded. The border restrictions and gradual closure imposed here by neighouring Macedonia, effectively shutting the Western Balkans route, have fueled an increasingly desperate situation for asylum-seekers. Here are some of the scenes captured by Amnesty International’s Fotis Filippou.

Árið 2015 urðum við vitni að ólíðandi mannlegri þjáningu flóttafólks. Heilu fjölskyldurnar hafa orðið aðskila í kjölfar ófriðar og ofsókna og af þeim 2,3 milljónum flóttafólks sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur skráð er rúmlega helmingurinn börn.

Ríki heims standa langt frá því jafnt að velli þegar kemur að því að deila ábyrgðinni á flóttamannavandanum. Ríki sem hýsa stærstan hluta flóttafólks standa flest höllum fæti og hafa ekki burði til að sinna þeim sem leita á náðir þeirra á mannsæmandi hátt, allra síst til lengri tíma. Margir sjá sér því ekki annað fært en að leggja í hættulega ferð til þess að flýja aðstæður sem einkennast oft af örbirgð og úrræðaleysi. Þegar fólk skortir löglegar og öruggar leiðir á flóttanum verður það auðveldlega glæpasamtökum að bráð sem notfæra sér aðstæður þeirra með skelfilegum afleiðingum. Minnst 5,933 manneskjur hurfu í hafið um heim allan árið 2015 í leit sinni að öryggi og betra lífi, 30% þeirra sem hurfu í Eyjahafið voru börn.

 Í ár höfum við tækifæri til þess að skipta út flóttaleiðum sem einkennast af dauða og þjáningu fyrir öruggar og löglegar leiðir svo að flóttamenn geti leitað sér verndar og notið mannréttinda að fullu.

Endurbúseta, veiting vegabréfsáritana og aðrar leiðir sem hægt er að greiða fyrir flóttafólki gerir því kleift að komast heilu á húfi til öruggs lands þar sem það getur svo hafist handa við að byggja upp líf sitt að nýju.

Á síðasta ári ákváðu íslensk stjórnvöld að stefna að því að taka á móti 50 flóttamönnum sem er meira en meðaltal á móttöku flóttamanna árin eftir hrun. Það sem af er ári hefur Ísland tekið á móti 48 flóttamönnum og stefnt er að því að bjóða 40 til viðbótar velkomna áður en 2016 rennur sitt skeið. Íslandsdeild Amnesty International fagnar þessari fjölgun en skorar jafnframt á  íslensk stjórnvöld að gera betur og bjóða fleirum endurbúsetu hér á landi og opna fyrir aðrar löglegar og öruggar leiðir fyrir fólk á flótta, sérstaklega þá sem tilheyra þeim hópum sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að séu í sérstakri áhættu á flóttanum. Þá skuli íslensk stjórnvöld tryggja að öll ferli í kringum umsóknir og flutning fólks gangi snurðulaust, fljótt og skilvirkt fyrir sig.

Með slíkum aðgerðum geta íslensk stjórnvöld sýnt gott fordæmi með því að veita fólki von og úrræði svo því finnist það ekki tilneytt að taka örvæntingafullar og örlagaríkar ákvarðanir.

Skrifaðu undir og hvettu íslensk stjórnvöld til þess að tryggja flóttafólki  aðgang að löglegum og öruggum leiðum á flóttanum og sjá til þess að öll ferli í kringum umsóknir og flutninga gangi snurðulaust, fljótt og skilvirkt fyrir sig.

ImageProxy.mvc

Ekki fleiri óþarfa dauðsföll! Rekum ekki flóttafólk út í opinn dauðann

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn