Stundin_smallÍ gær birtist á stundin.is grein eftir blaðakonuna, Áslaugu Karen Jóhannsdóttur, undir fyrirsögninni: “Opið Bréf til Arnþrúðar Karlsdóttur”

Í greininni segir Áslaug:

Arnþrúður, á fimmtudag notaðir þú útvarpsstöðina þína til þess að kalla eftir upplýsingum um mig. Orðrétt sagðir þú: „Þetta er svona illkvittni og það er þessi áferð sem maður sér á ákveðnum skríl. Það er í þessu tilfelli Áslaug Karen Jóhannsdóttir sem skrifar þetta, og ég veit ekki hvað þið vitið um hana en hún er á Stundinni. Ég þigg allar upplýsingar um hana ef þið getið sent mér þær á netfangið ak@utvarpsaga.is. Það er fínt að fá að vita hver hún er, og kannski svona, já, bara látið okkur vita.“

Mér leikur forvitni á að vita hvers konar upplýsingar þú ert að biðja um og í hvaða tilgangi. En hvað svo sem liggur að baki þá verða þetta að teljast athyglisverð viðbrögð við fréttaflutningi sem þér mislíkar. Tilefnið var nefnilega frétt sem ég skrifaði á miðvikudag um að Gunnar Waage, kennari og bloggari, hefði sagt frá því opinberlega að hann hyggðist leggja fram formlega kvörtun til lögreglu vegna hatursræðu á Útvarpi Sögu. Þegar ég leitaði viðbragða hjá þér vegna yfirlýsinga Gunnars þá kaust þú að tjá þig ekkert um málið.

Ath: þeir sem vilja kynna sér efni þessa máls, þá mæli ég með:

Tilkynnir hatursræðu á Útvarpi Sögu

Hate Speech Charges To Be Filed Against Útvarp Saga

Arnþrúður: McCarthy eða bara Leoncie í fjölmiðlastétt ?

Útvarp Saga – Erindi til Lögreglu

“Tjáningarfrelsi” Arnþrúðar 😉

Umræður um grein Áslaugar (Opið Bréf til AK)

Umræður sköpuðust um málið í framhaldi þessarar greinar Áslaugar og athyglisvert er að hvorki Arnþrúður né Pétur láta þar sjá sig. Hlustendur Útvarps Sögu hópast inn á spjallsvæði greinarinnar og halda því fram að fréttaflutningur Áslaugar sé rangur, ekkert af því sem hún hafi sagt í frétt sinni: “Tilkynnir hatursræðu á Útvarpi Sögu” hafi í raun átt sér stað, fréttin hafi verið uppspuni.

Útvarpsstýran lætur sig vanta

Eins og sést á þessum afritum af umræðum hér í þessari grein, þá láta Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson sig algerlega vanta í þessa umræðu, en kjósa þess í stað að láta hlustendur sína og aðdáendur verja afstöðu Útvarpsstjórans. Hverjum á fætur öðrum er þá þeim, sem saka Áslaugu um falskan fréttaflutning, boðið að fara yfir upptökuna af þættinum á ÚS í heild sinni sem inniheldur allt það sem kemur fram í frétt Áslaugar og þeim látin í té vefslóðin á upptökuna, í framhaldi geti þeir bent á hvað sé í frétt Áslaugar sem ekki stenst. Eins og gefur að skilja þá þýðir lítið að tala gegn hörðum sönnunargögnum og þurfa því þessir hlustendur ÚS að stöðva málflutning sinn þegar þarna er komið við sögu. Þetta getið þið virt fyrir ykkur á afritum af spjallsvæðinu við grein Áslaugar (hér til hliðar).

Eyjan_smallSömu sögu er að segja af umfjöllun Eyjunar um málið, Arnþrúður og Pétur passa sig á að láta hlustendur sína verja sig með sömu niðurstöðu og á Stundinni, þeim verður ekkert ágengt gegn hljóðupptöku af þættinum. (sjá hér vinstra megin)

Eðlilega lætur Arnþrúður Karlsdóttir sig vanta í þessar umræður og telur líklegast hag sínum borgið að fara með einhvern Voodoo-rant um málið á sinni eigin Útvarpsstöð, í vernduðu umhverfi. Vandamálið er bara að Útvarp Saga er ekki beint í alfaraleið þeirra sem fylgjast með fjölmiðlum. Hlustendahópur er lítill og það sem fer fram á Sögu, tja fer jafnan ekki mikið lengra.

Þetta er bara svona, Niðurstaða mín er óbreytt, Útvarp Saga stundar í raun ofsóknir á flóttafólki með framleiðslu á röngum upplýsingum sem miðlað er frá morgni til kvölds og má í raun segja að útvarpsstöðin sé eins máls fjölmiðill, þ.e.a.s. fátt annað er á dagskrá stöðvarinnar og ef tilraun er gerð til að fjalla um önnur mál á stöðinni, þá berst tal þáttastjórnenda jafnan að flóttafólki sem á ekkert gott skilið og er stimplað sem rót alls ills, jafnt af þáttastjórnendum sem og innhringjendum.

Útvarpsstjórinn hefur fabrikkerað þá frétt ofan í hlustendur sína að ISIS menn séu staddir á Íslandi og hefur ekki dregið þá sögu til baka þrátt fyrir að Sýslumaðurinn á Suðurnesjum hafi fullvissað fréttamenn um að svo sé ekki. Þetta er gert í þeim tilgangi að valda panic og óróa meðal hlustenda.

Bornar eru falskar sakir á flóttafólk í innhringitímum og skoðanakönnunum eru jafnvel beint gegn hagsmunum einstakra hælisleitenda (Tony Omos sjá úttekt mína á skoðanakönnunum Útvarps Sögu)

Útvarp Saga brýtur lög

Omos_Saga_smallFramferði Útvarps Sögu stríðir gegn Útvarpslögum, Hegningarlögum og sjálfri Stjórnarskránni sem og Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Kerfisbundið er farið með óhróður á stöðinni um flóttamenn hér á landi og þá er jafnan byggt á röngum upplýsingum. Þá eru dæmi um að slíkur áróður á stöðinni beinist gegn persónu hælisleitenda, einstaklingi og/eða hans/hennar fjölskyldu. (sjá hér til vinstri)

Nú svo virðist sem að andsvör Útvarpsstjórans, Arnþrúðar Karlsdóttur ætli að verða einhverskonar rógsherferð gegn persónu blaðakonunnar Áslaugar Karenar Jóhannsdóttur, sem og þess sem hér situr. Arnþrúður hefur ítrekað sett út á vefmiðla og virðist afar ósátt við þá. Hún virðist ekki treysta sér í skriflegar umræður sem líklega skýrir fjarvist hennar í umræðu sem snertir hana sjálfa.

Í skriflegri umræðu á netinu þarf fólk að sýna nákvæmni og lítið þýðir að vitna þar í munnmæli eða slúður. Fólk er einfaldlega krafið um vefslóðir á heimildir sínar og lítið þýðir fyrir fólk að þykjast ekki hafa sagt eitthvað.

Útvarp væri kannski önnur saga ef ekki kæmi til upptökutæknin gamla og góða. Útvarp Saga heldur úti upptökum á vefsvæði sínu af sinni þáttagerð. Sú upptaka sem ég hef lagt fram er einfaldlega upptaka af vefsvæði Útvarps Sögu. Það þýðir lítið fyrir Arnþrúði Karlsdóttur að halda því fram að átt hafi verið við upptökurnar enda eru aðferðir til að skera úr um hvort að svo hafi verið. Svo er ekki. (sjá myndbönd hér fyrir neðan)

Ég hlusta almennt ekki á Útvarp Sögu

Arnþrúður Karlsdóttir segir einnig að þessi “aðili” (á þá við undirritaðan), hafi viljað Útvarpsstöðinni illt til margra ára.

Ég kannast einfaldlega ekki við það. Raunar eru komin nokkur ár síðan ég hef fylgst með Útvarpi Sögu og í raun hef ég forðast það að hlusta á stöðina þessi ár. Hitt er annað mál að undanfarið hef ég tekið Útvarp Sögu til athugunar og ekki hefur reynst vanþörf á. Þetta erindi mitt gegn stöðinni er sjálfsagt og eðlilegt framhald þeirrar athugunar enda er Sandkassinn vefrit sem fjallar fyrst og fremst um fjölmenningarmál.

Omos_Saga_smallÍ Nóvember 2014, þá fór að bera á því að ýmsir pistlahöfundar vitnuðu í símtal konu sem starfar í Fjölskylduhjálp Ásgerðar jónu Flosadóttur á Suðurnesjum, þar bar konan Tony Omos illa söguna. Menn voru farnir að vísa til þessa samtals hingað og þangað um netið og töldu að frásögn konunnar sýndi og sannaði, að Tony Omos væri viðrini og að eðlilegast væri að henda honum úr landi.

Ég ákvað að finna þessa upptöku, í framhaldi ákvað ég að taka viðtalið niður á prent og birta það. Þar var látið að því liggja að Tony Omos væri “stríðsglæpamaður“, þetta má lesa hér Hætta á ferðum í Fjölskylduhjálp Suðurnesja. Innhringjendur á stöðina vitnuðu einnig óspart í viðtalið sem sönnun á vondri persónu þessa til tekna hælisleitanda. Þess má geta að þessi til tekna starfskona í Fjölskylduhjálp Ásgerðar, hringir en þann dag í dag reglulega inn á stöðina með fréttir af Tony Omos,  og stöðin flytur en niðrandi fréttir af stöðu Tony Omos. (sjá hér til hliðar)

Í flestum tilfellum þar sem ég hef tékkað á stöðinni, þá hefur mér verið búið að berast til eyrna að eitthvað hafi farið þar fram sem ég þurfi að athuga. Þá hef ég farið í upptökubúr stöðvarinnar rétt eins og nú í því máli sem um ræðir hér. Sams konar aðferðir nota ég til að vakta umræður á miðlum sem mér þykja svo leiðinlegir að ég vil fyrir alla muni fá svo til fullkomin frið fyrir þeim.

Að ég hafi verið upptekin af Útvarpi Sögu eða haft horn í síðu stöðvarinnar, er bara sápukúlublástur, sams konar fyrirslátt ber Arnþrúður Karlsdóttir á fleiri en mig enda virðist hún afar átakasækin, þar á meðal við sína fyrrverandi starfsmenn sem hafa fengið að kenna á þvættingskúnstum útvarpsstjórans.

Nei ég er ritstjóri hér á Sandkassanum. Ég hef um margra ára skeið ritað pistla þar sem ég hef líst áhyggjum mínum af árásum vissra aðila í þjóðfélaginu á fjölmenningarsamfélagið. Þar hafa verið á ferðinni jafnan öfgahægrimenn og er Útvarp Saga þar engin undantekning. En að ég sé að leggja Arnþrúði Karlsdóttur í einelti eða Útvarp Sögu, það er flattering svo ekki sé meira sagt að vita til þess, að fjölmiðlaveldi Arnþrúðar Karlsdóttur sé svo þjakað af meintu einelti mínu. En lausnin á þessu er einföld fyrir Arnþrúði Karlsdóttur sem og aðra sem kvarta undan skrifum mínum.

Lausnin er einfaldlega að láta af ofsóknum á hendur landlausu fólki, þá mun birta til.

Lifið heil

Gunnar Waage

Hér fyrir neðan er þátturinn á Sögu í heild sinni sem um ræðir og í honum kemur allt það fram sem Áslaug Karen á Stundinni hefur fjallað um og það sem haft er eftir mér í viðtölum við Áslaugu, Reykjavík Grapevine og Eyjuna, þetta eru sönnunargögnin og það þýðir lítið að kveinka sér undan þeim.


Að auki, Arnþrúður og Pétur sýna Sr Davíð Þór Jónssyni yfirgang vegna ummæla um Donald Trump.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Engin Arnþrúður eða Pétur

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.