En DV, er margfalt marktækara en ríkisstjórnin og ef stjórnin kæmist með tærnar þar sem það blað hefur hælana, þá væri annað að búa hér.

Það er nánast hlægilegt að Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, skuli hringja á skrifstofu The Reykjavik Grapevine og gagnrýna grein blaðsins um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við meðferð fjárlagafrumvarps á Alþingi á þeim forsendum að umfjöllunin byggði á frétt DV um málið. Kvarta undan skorti á hlutlægni, ásaka höfund greinarinnar um að hafa brotið gegn siðareglum blaðamanna og og kóróna bullið síðan með því að segja að blaðamaður DV sé óáreiðanleg heimild.

Munurinn á vinnubrögðum DV á þessu ári annars vegar og ríkisstjórnarinnar hins vegar, er afar skýr. Það sem DV hefur sett fram til dæmis í Lekamálinu, hefur allt staðist. Það sem meðlimir ríkisstjórnarinnar hafa látið hafa eftir sér í málinu eru allt samsæriskenningar sem allar eiga það sameiginlegt að vera skáldskapur frá byrjun til enda, sem sagt hreint og klárt bull. Allt saman.

Ráðherrar jafnt sem þingmenn þykjast ofsóttir, það mætti telja að þeir álíti sig andsetna af vondum fjölmiðlum. Á móti þeim sé her stjórnarandstöðu og blaðamanna sem ljúgi upp á þá og fremji meinsæri gegn þeim. En hvað útskýrir þá allt bullið  ?

Endalaus móðursýkislegur áróður stjórnarliða gegn fjölmiðlum landsins á sér svo til engin takmörk. Kannski ættu stjórnarliðar að hugleiða hvort þeim sé ekki um megn eftir allt saman að færa haldbær rök fyrir svikum í skuldaleiðréttingarmálum, galin áform um að eyða hundruðum milljóna í að færa ríkisstofnannir út á land sem engin skilur, vonbrigði Framsóknarmanna yfir að fá ekki að hækka skatt á matvæli upp í 12% og krafa um að fá að skattleggja fólk fyrir að ganga um landið sitt.

Allt þetta meðan þessi villta ríkisstjórn kemur kostnaði yfir á alla aðra en þá sem kostnaðinum valda, svo sem ferðaiðnaðinn, sem og að taka af og snarlækka sjáfsagðar álögur á útgerðina meðan ekki er hægt að reka spítala. Er það nema furða þótt þessari vondu stjórn verði orðfátt þegar kemur að tíma til að svara fyrir þessa heilabilun.

En DV, er margfalt marktækara en ríkisstjórnin og ef stjórnin kæmist með tærnar þar sem það blað hefur hælana, þá væri annað að búa hér.

 

 

 –

Er ríkisstjórnin jafn áræðanleg og DV ?

| Leiðari |
About The Author
- Ritstjórn