Þetta þýðir að yfirvöld eru að veðja á að “skilaboðin” sem felast í EU-Turkey samkomulaginu, muni fremur en innleiðing samningsins duga til að minnka komur fólks án þess að þurfa að ganga úr skugga um  lögmæti samningsins eða hagvæmni hans í reynd.

LizHeadshot-2015-3-small

Elizabeth Collett er framkvæmdastjóri Migration Policy Institute Europe

Elizabeth Collett er framkvæmdastjóri Migration Policy Institute Europe og er Senior Advisor fyrir MPI’s Transatlantic Council on Migration.

hér er úrdráttur úr grein hennar (lausleg þýðing):

Á meðan yfirvöld í Evrópuríkjum eru upptekin af innleiðingu á ESB-Tyrklands samningnum, þá hafa aðrir gert alvarlegar athugasemdir við lögmæti samningsins, og það sem er mikilvægara, hvort hann muni virka. Leiðtogar allra 28 aðildarríkjanna gengu að samningnum við Tyrkland þann 18. Mars með fáa valkosti í stöðunni, og jafnvel í óráði. Í grunninn, þá er tilgangurinn með samningnum að stemma stigu við flæði smygglaðra innflytjenda og hælisleitenda yfir Eyjahaf frá Tyrklandi til Grísku eyjanna með því að leyfa Grikkjum að senda aftur til Tyrklands “Alla nýja óreglulega innflytjendur” og tók samningurinn gildi þann 20. Mars. Evrópusambandsríkin munu í staðin taka við Sýrlenskum flóttamönnum sem búa í Tyrklandi, leggja verkefninu til háar fjárhæðir og ferðafrelsi Tyrkneskra þegna inn til Schengen svæðisins er aukið.

Fyrir leiðtoga Evrópusambandsins var takmarkið skýrt: Að finna leið til að stöðva komur flóttamanna frá Sýrlandi inn til ESB. Sú staðreynd að öll 28 aðildarríkin voru fær um að taka einróma ákvörðun í málinu segir mikið um þær áhyggjur sem leiðtogarnir hafa af þeirra eigin pólitísku stöðu heima fyrir í umhverfi sem einkennist af vaxandi þjóðernispopúlisma.

En samningurinn hefur einnig leitt í ljós þversögn fyrir samband Evrópuríkja sem hefur til áratuga predíkað háan standard í málefnum flóttamanna gagnvart nágrannaríkjum sínum. Til að ná sínu eigin markimiði sem sambandið hefur þröngvað upp á sjálft sig—það er að gríðarlegum fjölda flóttafólks verði snúið til baka til Tyrklands—þá munu stjórnmálamenn komast í kring um lög, og mögulega brjóta lög Evrópusambandsins, sem dæmi í málum er varða varðhald og áfrýjunarrétt.

En ef yfirvöld fara eftir samningnum í samræmi við  við alþjóðleg og Evrópsk lagaleg regluverk, þá má gera ráð fyrir því að fáum ferðamönnum verði snúið við, og samningurinn á á hættu að verða sá nýjasti í langri röð svikinna loforða við langþreyttan almenning sem álítur lagaflækjur í kring um innleiðingaferli vera bæði gagnslausar og tilgangslausar.

Á meðan að fyrri leiðin er afar freystandi fyrir stjórnmálamenn, þá gæti það að grafa undan mannréttindalegum skuldbindingum Evrópusambandsins með svo augljósum hætti, reynst mun dýrkeiptara til lengri tíma litið en það ástand sem blasir við í Grikklandi í dag. Leiðtogar aðildarríkjanna eru greinilega meðvitaðir um áhættuna.

Á síðustu dögum þess er síðasta útgáfan af samningum var dregin upp, bakkaði Evrópusambandið út úr þeirri orðræðu að setja upp “a large-scale mechanism to ship back irregular migrants” yfir í matsferli sem tæki tillit til hælisréttinda hvers einstaklings sem kæmi til Grikklands. Sterk viðbrögð frá flóttamanna- og öðrum mannréttindasamtökum staðfesti þetta, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR) sem lagði áherslu á alþjóðleg bönn sem hafa verið lengi í gildi við fjöldabrottvísunum, eða “blanket returns.” En hraðinn og ókortlagt eðli innleiðingar samningsins getur orðið til þess að reglur séu ekki virtar.

Þetta þýðir að yfirvöld eru að veðja á að “skilaboðin” sem felast í EU-Turkey samkomulaginu, muni fremur en innleiðing samningsins duga til að minnka komur fólks án þess að þurfa að ganga úr skugga um  lögmæti samningsins eða hagvæmni hans í reynd.

Er hægt að senda einhverja flóttamenn til baka ?

Lög Evrópusambandsins,,,,,(sleppt úr) leyfa brottvísun í tveimur tilvikum. Það fyrsta, einstaklingar sem sækja ekki um eða uppfylla ekki skilyrðin til veitingu hælis eru metnir “irregular migrants” og eru því hæfir til að verða vísað til baka til Tyrklands.,,,,,

Hið seinna, einstaklingar sem leggja fram hælisumsóknir en koma frá landi þar sem þeir hafa þegar óskað eftir eða hefðu getað óskað eftir vernd (í “örruggu þriðja landi” eða “fyrsta landi hælis,” (Viðmiðannir ESB sem fela í sér réttinn til að vera ekki sendur aftur til þess aðila sem hefur ofsótt eða kvalið viðkomandi (non-refoulement) og að eiga þess kost að óska eftir og að vera veitt vernd.), eru metnir brottvísunarhæfir í Evrópusambandinu og þeim má visa til baka. Hvort Tyrkland  heldur sig innan þeirra viðmiða sem þarf til að geta verið skilgreint  örruggt land, eins og gert er ráð fyrir að það sé í ESB-Tyrklands samningnum, er en óljóst.

Við skoðun á samsetningu þeirra sem koma til Grikklands (í mars 2016), og þeirri vernd sem er í boði í Tyrklandi, þá leiðir sú skoðun stoðum undir þá ályktun að einungis lítill hluti flóttamanna verði vísað til baka til Tyrklands, ef að því mati sem lofað hefur verið, á stöðu hvers umsækjanda fyrir sig verður fylgt eftir.,,,,,

Einugis í Febrúar mánuði 2016 komu meira en 57.000 innflytjendur til Grísku eyjanna; 52 prósent voru Sýrlenskir ríkisborgarar, 41 prósent voru afganskir og íraskir ríkisborgarar (25 og 16 prósent, í þessari röð). Allir þessir þrír hópar eru með mikla þörf fyrir vernd. en það er enn óljóst hvort Tyrkland hefur nægilegar öryggisráðstafanir til staðar (í grundvallaratriðum og í reynd) til að mæta þessum þörfum samkvæmt ESB stöðlum, tryggja að allar brottvísannir standist lög Evrópusambandsins og alþjóðasamning um stöðu flóttamanna frá árinu 1951, sem myndi leiða af sér að mjög fáum yrði vísað frá (til baka til Tyrklands).

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

ESB-Tyrklands samningur – þverstæður og spurningar um lögmæti

| Greinar |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.