10306770_10152428311389662_2204575265977308690_n

Íslenska –

Evelyn Rodriguez eldar mat frá Dóminíska Lýðveldinu. Hún rekur lítin heimilislegan veitingastað í Breiðholti undir yfirskriftinni;”Comida Dominicana con el mejor sazón, amor y dedicación!

Sandkassinn heimsótti Evelyn og gæddi sér á suðuramerískri kjötsúpu og forvitnaðist um athafnasemi Evelyn. Sandkassinn mælir með því að fólk kynni sér facebook síðu Cocina Rodriguez

SK; Hvaðan ertu ?

ER; Ég fæddist í Santo Domingo höfuðborg Dóminíska Lýðveldisins, 14 abril 1979.

SK; Og fjölskykdan þín í Dóminíska Lýðveldinu ?

CRER; Pabbi minn er byggingameistari, mamma mín er hárgreiðslukona,
bræður mínir, einn er í byggingavinnu og setur hljómflutningstæki í bíla, ein systir mín er kokkur, einn bróðir minn er söngvari, syngur urban, Ein systir starfar við tóbak, una es Ein systir er stjórnandi, ég á bróður sem setur upp internet og síma,
-önnur systkini eru í námi  eða eru heimavinnandi húsmæður.

SK; Átt þú börn?
ER; Ég á tvö börn, fjögura ára telpu og dreng sem er 22 mánaða.

SK; Og hvaða tónlist hlustar þú á ?
ER; Ég fíla Boleroa og gamlar ballöður, Til að dansa við hef ég rosalega gaman af Merenque, la bachata og ég hef mjög gaman af Salsa en ég kann ekki að dansa það mjög vel.

SK; ertu trúuð ?

ER; Ég trúi á guð en aðhyllist engin trúarbrögð.

SK; Hvenær komstu til Íslands ?
ER; Ég kom hingað í Desember 2000 með frænku minni að heimsækja systur hennar og kærastann minn sem ég giftist ári seinna, við vorum saman í nokkur ár en það gekk ekki upp svo við skyldum.

SK; Maturinn og menningin í Dóminíska Lýðveldinu ?

 

UntitledER; Dóminíska matarflóran er mjög creole og fjölbreytt,
hún er Evrópsk-Taíno-Afríkönsk, maturinn er mjög litríkur og ljúffengur og er samansettur af hrísgrjónum,
baunum, kjötmeti, matjurtum og salötum, Við Dóminíkanar erum brjálaðir yfir matnum okkar og hann er mjög mikilvægur í okkar menningu
SK; Og áhugi þinn á matargerð, hvar lærðirðu að elda ?

ER; Ég nýt þess að elda og elska að njóta góðrar máltíðar,  síðan að sitja áfram með eftirrétt eða gott kaffi,
Ég byrjaði að færa til potta þegar ég var 9 ára, eftir það lærði ég að borða og smakka hráefnin,  að borða alla hluti þó að að þeim aldri hafi það ekki verið ánægjunnar vegna heldur vegna þess að það voru reglur hússins.

SK; Hvernig gengur að fá hráefni sem þú þarft fyrir Dóminískan mat á Íslandi, er það auðvelt eða ?

1148741_193381737537203_1505091567_nER; Maður finnur ekki allt og það er ekki auðvelt að fá hlutina fyrir þann dag sem maður þarf á þeim að halda,
ég kaupi í verslunum fyrir útlendinga og í Hagkaup.

SK; Og viðskiptavinir þínir, eru þeir fyrst og fremst latinos ?

ER; Að stærstum hluta já, kannski er það vegna þess að latinos eru meira fyrir að prófa nýja hluti, en þeða eru Íslendingar sem koma, sumir eru hrifnir en aðrir koma ekki aftur.

SK; Hverjar eru framtíðaráætlannir þínar ?

ER; Ég er hönnuður og ég hef gaman að hótelsekstri og matreiðslu, ég er ekki með nein sérstök plön um þessar mundir, ég byrjaði með Cocina Rodriguez fyrir rúmlega ári síðan. Ef mér tækist með hjálp guðs einhvern daginn að setja á fót Dóminískan veitingastað, þá yrði það mér til mikillar gleði og ánægju ef að fleiri smökkuðu matinn okkar.

La pagina de Cocina Rodriguez      “Llega el frio y yo cocino para calentarlos!”

Evelyn Rodriguez hjá Eldhúsi Rodríguez (Íslenska)

| Viðtalið |
About The Author
- Ritstjórn