routes-small

Flóttamannasamningur Tyrklands og Evrópusambandsins er afar umdeildur. Ljóst er að straumur flóttamanna inn til Evrópu mun dragast saman um tíma, en saga fólksflutninga sýnir ítrekað að þegar einni leið er lokað, opnast önnur. Aðrar hugsanlegar leiðir liggja frá Sýrlandi til Schengen svæðisins, hér á þessari mynd fyrir ofan má virða fyrir sér hinar helstu hugsanlegu leiðir fyrir fólk sem flýr stríðið í Sýrlandi, til að komast í skjól í Evrópu. Þessar leiðir eru flestar frekar óárennilegar og vekur það ugg hjá mörgum hve auðvelt Evrópa virðist eiga með að einfaldlega loka hurðum á þetta fólk.

Mannréttindasamtök hafa bent á að samningurinn brjóti lög bæði ESB Bæði  flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna, hinnar heilögu ritningar sem samþykkt var í kjölfar helfarar Nasista. Samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna geta aðilar að honum ekki vísað frá hælisleitendum án þess að kanna mál hvers og eins hælisleitanda efnislega.

Talsmenn Evrópusambandsins hafa sagt að mál hvers og eins hælisleitanda verði skoðað sérstaklega. Þá er nefnt í þessu sambandi að fyrir hvern flóttamann sem kemur til Tyrklands, þá muni öðrum verða hleypt inn til Grikklands á móti. Hvað þetta þýðir eða hvort að þessi regla verður de facto í heiðri haldin á eftir að koma í ljós.

Í öllu falli þá sýnir Evrópusambandið uppgjöf sína í þessu máli með því að einfaldlega setja upp buffer á milli ytri landamæra sinna og Sýrlands og kemur sambandið sér með þessu hjá því að standa við gerða alþjóðasamninga. Þetta hlýtur að teljast alvarlegt. Að hefta för flóttafólks, ekki einungis innan sambandsins heldur einnig utan þess.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Evrópa lokar á flóttamenn

| Greinar, Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.