nazis_159353658

Pegida er blönduð hreyfing, í kynningu segir á facebook síðu Pegida Iceland: “Samtök fólks gegn islamvæðingu vestrænna ríkja”. Fram kemur á netinu að í Pegida í Þýskalandi séu þekktar fígúrur úr National Democratic Party of Germany, fótboltabullur, sem og talsverður fjöldi almennra borgara.

National Democratic Party of Germany (German: Nationaldemokratische Partei Deutschlands, NPD), er skilgreindur sem helsti flokkur Nýnasista sem settur hefur verið á fót frá árinu 1945.

Íslenska Þjóðfylkingin (ÍÞ) hafnar hugmyndinni um fjölmenningu á Íslandi en styður öflugar aðgerðir til aðlögunar þeirra sem setjast hér að. Stjórnmálahreyfing sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum, Hægri Grænir, hefur nú innlimast í Íslensku Þjóðfylkinguna . Á vefsíðu Hægri Grænna kemur eftirfarandi fram:

“Stjórn HG hefur ákveðið að leggja til á aðalfundi HG að gegnið verði í upphafi fundar til kosninga um þá tillögu að HG gangi til liðs við ný stofnaðan flokk, íslensku Þjóðfylkinguna. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma um stofnun flokksins með aðkomu ýmissa aðila. Stjórn HG mælir með því að ganga til liðs við íslensku Þjóðfylkinguna.”

Þá er það Þjóðarflokkurinn sem hefur þá stefnu að vinna gegn menningarlegum áhrifum af innflytjendum og halda þess í stað fast í íslenska menningu. “Við viljum halda fast í íslensk gildi og venjur og forðast að hér spretti upp gettó múslíma eða annara útlendra hópa.” „segjum nei við fótfestu íslams á Íslandi“. Forsvaramaður er fyrrverandi meðlimur í Vélhjólasamtökunum Fáfnir sem síðan gengu inn í Hells Angels.

Hermenn Óðins er hreyfing sem nú hefur verið sett á fót hér á landi út frá sömu hreyfingu í Finnlandi. Foringi Hermanna Óðins í Finnlandi er yfirlýstur nýnasisti og talsvert er um að meðlimir sé með dóma á bakinu fyrir ofbeldisglæpi. Er blaðamenn Mail online komu í höfuðstöðvar þeirra í Finnlandi þá blöstu við þeim hakakrossar og ýmis White Supremacy tákn.

Framsóknarflokkurinn, síðast en ekki síst þá má segja að í bakgrunni þessara hreyfinga hér á landi, sé stefna Framsóknarflokksins á Íslandi. Margir þingmenn, borgarfulltrúar og áhrifamenn innan flokksins hafa farið fram með áherslur og stefnu sem er andsnúin múslimum og því að hér sé tekið við flóttamönnum. Forysta flokksins hefur ekki leiðrétt þessa talsmenn svo að heitið geti og er það samdóma álit margra að Framsóknarflokkurinn teljist til þjóðernispopúlískra öfga-hægri flokka.

Fyrrverandi formaður flokksins, Guðni Ágústsson, er fyrrverandi félagi í flokknum Norrænt Mannkyn sem hafði þá stefnu að reka nýbúa og flóttamenn úr landi. Hann stóð einnig fyrir mótun framboðslista Framsóknar og Flugvallarvina sem eru með minnihluta í Borgarstjórn með 2 fulltrúa. Borgarfulltrúar flokksins hafa farið fram með Islamofóbískar áherslur og stefnu.

Framsóknarflokkurinn má segja að sé móðir allra þessara hreyfinga sem taldar voru upp hér að ofan, að því leyti að Framsónarflokkurinn hefur hvað ötulast kynnt undir þjóðernisstefnunni, enda þótt þessar sömu áherslur sé einnig að finna í Sjálfstæðisflokknum, þá er það ekki að sama marki og hjá Framsókn.

Útvarp Saga er síðan miðill sem að heldur á lofti svo til linnulausum áróðri gegn hagsmunum hælisleitenda og flóttamanna sérstaklega. Stjórnendur stöðvarinnar styðja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn nokkuð augljóslega og fara innhringitímar á stöðinni að stórum hluta í að rægja hælisleitendur og flóttamenn, því er jafnan  haldið fram að flóttamenn frá Sýrlandi séu ekki að flýja stríð í sínu heimalandi heldur séu komnir hingað í öðrum erindagjörðum. Einnig hefur stjórnandi og eigandi stöðvarinnar, Arnþrúður Karlsdóttir, haldið því fram að ISIS menn séu staddir á Íslandi. Sú staðhæfing útvarpsstjórans hefur ekki fengist staðfest. Skoðanakannanir á Sögu þykja illa hannaðar og afar gildishlaðnar.

Öryggissveitir Sköpunarhreyfingarinnar Öryggis – og Sjálfsvörn Kirkjunnar, Creativity Movement, eða Sköpunarhreyfingin, sem er kirkjusamtök sem berjast fyrir aðskilnaði hvítra og annarra kynstofna. Samtökin hafa oft verið tengd við heiftarlega hatursglæpi erlendis. „Þeir sem styðja fjölmenningarstefnuna og þessa samlögun og innflutning á lituðu fólki til hvítra landa kalla sig and-rasista” er haft eftir Íslenskum meðlimi. Félagsmenn eru hvattir til að eiga skotvopn. Ekki er vitað mikið um afdrif þessarar Hreyfingar hér á landi.

Félag Íslenskra Þjóðernissinna, er einnig félagsskapur fyrir austan fjall sem talin hefur verið vera Nýnastahreyfing að einhverju leyti. Ekki er vitaðn hve skipulagður sá hópur er en um 2001 taldi hreyfingin 120 meðlimi. Stefna þeirra er að einungis hvítir menn búi á Íslandi. Sjá nánar

Blóð og heiður/Combat18 Ísland, þekktar klisjur um yfirburði hvíta kynstofnsins í Hveragerði og eru samtökin bendluð við Nýnasisma.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Fæðing nasismans á Íslandi

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.