Segir sýslumann brjóta gegn tjáningarfrelsinu

Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að fallast á lögbannskröfu Glitnis á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum innan úr fallna bankanum, bera vott um offors og ritskoðun. Þá hafi sýslumaður brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna með ákvörðun sinni.

Bjarni hefur alltaf verið aðeins of slick. Hann hefur bullað sig út úr hverju hneykslismálinu á fætur öðru og hefur virst eiga 9 líf. Ekki svo að skilja að eitthvert hald hafi verið í útúrsnúningum og þvælunni. Bjarni Benediktsson hefur einfaldlega aldrei velt sér upp úr því þótt hann segi ósatt og þótt allir viti að hann veit að allir vita það.

Það hefur bara ekki skipt hann máli þótt allir sjái í gegn um hann enda er hann ekki einu sinni að reyna að sýna almenningi nokkra einustu hollustu.

Hollusta Bjarna Benediktssonar liggur annarsstaðar og við aðra aðila.

Í gær átti sér stað sá atburður að Gamli Glitnir fékk lögbann á frekari umfjallanir um fjármál Bjarna Benediktssonar og gildir sá úrskurður sýslumanns um umfjallanir Stundarinnar, Reykjavík Media og Guardian í Bretlandi.

En úrskurðurinn sem framkvæmdur var af forsmáðum innmúruðum sýslumannsfulltrúa sem meira að segja hefur att kappi í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum. Úrskurðurinn fellur í raun á Bjarna Benediktsson sjálfan.

Úrskurðurinn er fyrir það fyrsta ólögmætur.

Í öðru lagi þá úrskurðar sýslumaður Bjarna Benediktsson í raun pólitískt úrhrak. Sýslumaður jarðsöng ráðherrann.

Það sem Bjarni Benediktsson missti með úrskurðinum í gær, mun hann aldrei endurheimta. Bjarni Benediktsson er krimmi.

Segir sýslumann brjóta gegn tjáningarfrelsinu

Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að fallast á lögbannskröfu Glitnis á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum innan úr fallna bankanum, bera vott um offors og ritskoðun. Þá hafi sýslumaður brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna með ákvörðun sinni.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Fall Bjarna Benediktssonar

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.