Fjárkúgun2Fjárkúgunarmál þar sem til kemur handtaka á tveimur Systrum, Hlín Einarsdóttur og Malín Brand síðastliðin föstudag vegna fjárkúgunar á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, er mögulega að taka vinstri beygju í átt að samsæri gegn fjölmiðli. Það skiptir í raun engu hvort Sigmundur Davíð setti fé í yfirtökuna á DV eða ekki. Það nægir að Sigmundur hafi tekið þátt í samtölum eða átt þátt í tölvupóstsamskiptum þar sem rætt var um yfirtökuna.

Ef að það reynist rétt að efni tölvupósta milli Binga og Sigmundar hafi verið fjármögnun á kaupum á DV  jafnvel þótt hann sjálfur hafi ekki lagt til fjármagn, einungis vitað af þessum áformum um yfirtökuna, þá er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson búinn að vera sem forsætisráðherra. Á þessum tíma studdi Framsóknarflokkurinn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra og Sigmundur áleit samsæri vera yfirstandandi gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn gerðu hreinan aðsúg að DV á þessum tíma og ætluðu starfsmönnum blaðsins allt hið versta. Í bakgrunni er Tony Omos málið.

En það að forsætisráðherra skuli með nokkru móti hafa átt í samtölum um yfirtökuna á DV, ef að satt reynist. Þá er Sigmundur Davíð einungis á leið út úr stjórnmálum.

Fall Sigmundar ?

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn