netfréttir

Egypskur herdómstóll hefur dæmt átta óbreytta borgara til dauða og átján aðra til langrar fangelsisvistar eftir frámunalega ósanngjörn réttarhöld sem studdust við játningar sem fengnar voru með pyndingum. Smelltu hér og gríptu til aðgerða.

Nítján mannanna voru viðstaddir réttarhöldin. Dómstóllinn dæmdi sex þeirra til dauða, tólf hlutu fimmtán til tuttugu og fimm ára fangels isvist og einn var sýknaður.

Lögfræðingar mannanna segja að dómstóllinn hafi virt að vettugi kvartanir þeirra um að mennirnir hafi mátt sæta pyndingum á meðan varðhaldinu stóð sem og kröfur um réttarrannsókn. Fjölskyldur og lögfræðingar mannanna sögðu Amnesty International að mennirnir hefðu sár, þar með talin brunasár og marbletti, á líkamanum auk áverka á höndum.

Réttað var yfir níu öðrum mönnum í fjarveru þeirra af herdómstólnum, af þeim voru tveir dæmdir til dauða og sex til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Einn maður, sem þegar hafði verið leystur úr haldi, var sýknaður.

Frá árinu 2011 hafa þúsundir óbreyttra borgara þu rft að svara til saka frammi fyrir egypskum herdómstólum. Egypska stjórnarskráin gerir herréttarhöld yfir óbreyttum borgurum möguleg. Í október 2014 skrifaði forsetinn undir ný lög sem víkkuðu lögsögu herdómskerfisins heilmikið. Herréttarhöld yfir óbreyttum borgurum í Egyptalandi brjóta á réttinum til réttarhalda frammi fyrir hæfum, sjálfstæðum og hlutlausum dómstólum. Þessi réttur er tryggður með 14. grein Alþjóðlegs samnings um borgaraleg og pólítísk réttindi sem Egyptaland á aðild að.

Hvettu egypsk stjórnvöld til að sjá til þess að réttað verði yfir mönnunum fyrir almennum dómstólum og að réttarhöldin samræmist og virði alþjóð lega staðla um sanngjörn réttarhöld án þess að styðjast við dauðarefsinguna. Þá skuli þau kalla eftir því að fram fari árangursrík, sjálfstæð og hlutlaus rannsókn á því hvort að mannshvörf af mannavöldum, pyndingar eða önnur ill meðferð hafi farið fram. Hvettu þau til þess að tryggja að ,,játningar“ eða hvers kyns önnur sönnunargögn sem fengust með pyndingum eða annarri illri meðferð eða á meðan mönnunum var haldið í einangrun séu ekki notaðar gegn þeim við réttarhöldin. 

 

 

Fangelsis- og dauðadómar eftir ósanngjörn réttarhöld‏

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn