Fjárnám var gert vegna ógreidds málskostnaðar í fasteign að Efstaleiti 12 í Reykjavík á mánudaginn var. Stefndi, Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útv                                                     arpi Sögu mætti ekki til fyrirtöku hjá Sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu að sögn Sveins Andra Sveinssonar hrl. sem krafðist fjárnámsins vegna óuppgerðs málskostnaðar sem Pétur Gunnlaugsson var dæmdur til að greiða vegna málsins sem þekkt er sem:

“Pétur Gunnlaugsson er Kúkur Mánaðarins”

Málið tengist Sandkassanum og raunar þeim er hér situr enda kærði Pétur Þorbjörgu Lind fyrir að deila grein minni “Pétur Gunnlaugsson er Kúkur Mánaðarins” og krafðist 4 milljóna króna í skaðabætur frá Þorbjörgu. Ekki lukkaðist betur hjá Kúki Mánaðarins en svo að dómurinn taldi eðlilegt að Pétur væri kallaður “Kúkur Mánaðarins”, hafnaði um leið skaðabótakröfu Péturs en dæmdi hann til greiðslu alls málskostnaðar.

Fjárnámið hljóðar upp á rúmlega eina milljón króna í málskostnað sem lögmaðurinn og útvarpsmaðurinn Pétur Gunnlaugsson reyndist ekki borgunarmaður fyrir.

Við það að Sveinn Andri Sveinsson hrl. hefur nú eignast kröfu í í fasteign Péturs þá má gera ráð fyrir að Sveinn Andri ásamt öðrum veðhöfum krefjist gjaldþrotaskipta enda er hér um að ræða milljón í málskostnað sem Pétur er dæmdur til að greiða í málinu gegn Þorbjörgu Lind og tapaði. Eðlilega má gera ráð fyrir að Sveinn Andri vilji fá þessa fjármuni í sínar hendur hið snarasta enda eru þetta hans málsvarnarlaun og útlagður kostnaður.

Við gjaldþrot er lögmaður sviptur lögmannsréttindum.

 

 

Dómur – Kúkur Mánaðarins

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Fjárnám gert hjá Kúki mánaðarins fyrir málskostnaði

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.