Þetta segir okkur ekkert um fjölmenninguna, þetta segir okkur aftur á móti margt um gjaldþrot þjóðernisstefnunnar.

Persecution of Warsaw JewsJónas Kristjánsson kemur mér á óvart. Nú ganga í hönd tímar sem munu verða prófraun á siðgæðisstyrk Evrópubúa, líklegast sú mesta frá lokum seinna stríðs. Á næstunni mun óttinn við hryðjuverk í Evrópu fara vaxandi. Við getum gert sömu mistök og gerð voru með gyðingaofsóknum á fyrri hluta 20. aldarinnar.Við getum hafið ofsóknir á Múslimum og eins og mál standa þá eru þær í fæðingu. Við erum því að ganga í gildruna sem við ætluðum að forðast með því að rifja stanslaust upp hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Kannski höfum við verið of löt við þá upprifjun á undanförnum árum.

Um er að ræða tiltölulega fámennan hóp gerenda í hryðjuverkum en engu að síður vill Jónas nú halda því fram að fjölmenningarsinnar neiti að sjá bilunareinkenni á stefnu fjölmenningar í einhverjum meintum tengslum við hryðjuverkastarfssemina. Þessi tenging er mikil fljótfærni. Hvers á þá mannkynið að gjalda ef það skal allt greiða gjaldið fyrir þessi hryðjuverk. Það er ekki fjölmenningin sem fremur hryðjuverkin, það gera glæpamenn, landvinningamenn og bisnessmenn.

Jónas talar um lærdóm “vesturlanda af blóðbaðinu á Charlie Hebdo”. Ég veit bara ekki til þess að neinn lærdómur hafi verið dregin af þeim atburði. Ég veit heldur ekki til þess að neinn lærdómur hafi verið dregin af voðaverkum Baader Meinhof hópsins, þó eru liðin hart nær 40 ár frá voðaverkum þeirra. Það ætti að nægja til að kenna okkur það að sagan kennir okkur ekkert í þessu efni.

Þeir eru jú til sem álíta fjölmenninguna hafa beðið skipbrot. En Jónas ætti kannski að hugleiða það að hann sjálfur er hluti af fjölmenningunni rétt eins og ég sjálfur. Jónas Kristjánsson passar ekkert inn í Íslenskt samfélag og hefur aldrei gert. Hann er þó orðin að ómissandi þætti í tilveru okkar og þætti mér mikill missir af áhrifum hans á þjóðmálaumræðuna. En það hefur ekki alltaf verið svo að fólk hafi endilega viljað Jónas hér, sérstaklega á tímum starfa hans sem ritstjóra. Þess vegna kemur mér afstaða hans á óvart. Sjálfur hef ég aldrei passað inn í þetta samfélag á nokkurn hátt og geri það en síður í dag en nokkru sinni áður. Kannski er til fólk sem vill bara fá mig úr landi (veit reyndar um nokkra:).

TAC1825En fjölmenning er ekki valkostur og er það kannski stærsta vitleysan í þessari umræðu allri. Menn eins og Ragnar Önundarson sem vilja stýra því að ekki myndist “ghetto eða chinatown”, þyrftu að átta sig á að ghettoin eru hér nú þegar. Og byggð af okkur sjálfum, ekki innflytjendum. Nú ef ég væri frá Kína, þá þætti mér eflaust ágætt að búa í námunda við kínverska veitingastaði og verslannir. Menn sem vilja sporna við slíku, að fólk með svipaðar þarfir og áhuga hvað búsetu varðar, fái að haga sínum málum samkvæmt því, slíkir menn eru á villigötum samanber Ragnar Önundarsson.Þegar ég er í Mexíkó þá hef ég ekki alltaf lyst á Mexíkönskum mat, stundum langar mig bara í jógúrt og rúnstykki og finnst því gott að búa í námunda við verslannir sem selja slíka vöru. Þýðir það að fjölmenningin sé gölluð ? Nei.

Gerir það mig að hryðjuverkamanni ???

New ManÞetta þýðir ekki að neitt sé að fjölmenningunni, þetta þýðir aftur á móti að menn vilja ekki að neitt breytist í þeirra umhverfi, þeir hafa fengið þá flugu í kollinn að það komi þeim við hverjir búa hvar og með hverjum. Vandamálið er því ekki fjölmenningarstefnan heldur er það umhverfið og fólkið sem þar býr fyrir, sem er vandamál. Innflytjendur eru ekki vandamál heldur eru það þeir sem búa í landinu fyrir og vilja ekki taka á móti gestum, vilja ekki nýja ábúendur sér við hlið, hræðast samkeppni og breytta tíma. Þetta segir okkur ekkert um fjölmenninguna, þetta segir okkur aftur á móti margt um gjaldþrot þjóðernisstefnunnar.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Fjölmenningin fremur engin hryðjuverk!

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.