Ég set ekki franska fánann upp á facebook, raunar vil ég engan fána. Aðstandendur þeirra sem urðu fyrir skotárásum hryðjuverkamanna í París, eru ekkert endilega franskir og franska þjóðin varð ekkert fyrir árásinni, gerendur voru heldur ekki múslimar heldur glæpamenn. Árás Breivik í Noregi var heldur ekki árás á Noreg.

Það skiptir verulegu máli að tekist verði á við ISIS, þar á meðal skiptir máli að nágrannaríki Sýrlands taki afstöðu og ráðist gegn ISIS enda er herafli sá er þessi ríki hafa yfir um að ráða gríðarlegur. Þó styðja þessi ríki í raun glæpsamlega framgöngu ISIS, með afskiptaleysi sínu. Þetta kallar á pólitískar þvingannir í garð þessara ríkja.

Fjölmenningin sigrar eins og alltaf og það er einungis heigullinn sem reynir að klína þessum voðaverkum á fjölmenninguna. Rasistinn sem pissar undir á nóttunni af ótta við lífið og tilveruna.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Fjölmenningin sigrar !

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.