Fjölmiðlar og stjórnmálamenn ala á ótta

Múgsefjun er hvimleitt og þreytandi fyrirbæri. Stjórnmálamenn beita þessu tæki og múgsefjun er ábatasöm fyrir fjölmiðla.

Satt best að segja þá þykja mér fjölmiðlar, stjórnmálamenn og lögregla fara reglulega á hryðjuverkafyllerý. Í hvert skipti sem eitthvað gerist sem að líkist hryjuverki þá lenda þessir aðilar á bender. Allt í einu þykir nú ástæða til að senda þau skilaboð til Svíþjóðar að voðaverk sem framið er í Stokkhólmi og drepur 4 sé árás á okkur öll, enda hafa Svíar sagt atburðinn vera árás á Svíþjóð.

Í kjölfarið á þessari vitleysu er farið að ræða um ISLAM og hættur sem af því stafi, geðveikislegur leiðari í Mogganum í dag er ólýsanlegt dæmi um þann óskapnað. Hér þurfi að herða landamæraeftirlit, efla varnir ýmiskonar. En það að ætla að verjast atburðum sem þessum er eins og að ætla að koma í veg fyrir goluna eða snjóinn, það er einfaldlega ekki hægt öðruvísi en að brjóta þá svo niður persónufrelsið í landinu að hér myndi engin vilja búa.

En þetta rugl selur blöð og þetta rugl selur auglýsingar. Stjórnmálamenn á hægri vængnum verða sér úti um atkvæði með þessu rugli. Vandamálið er bara að því meiri umfjöllun sem þessi svo kölluðu hryðjuverk fá því meiri áhrif hafa þau á samfélagið og því meiri áhrif sem verknaðurinn hefur á samfélagið, þá eykst hættan á að fleiri voðaverk af þessu tagi verði framin. Hryðjuverkum er ætlað að vekja athygli á málstað með því að fylla samfélagið af ótta og hryllingi. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar sjá til þess að lama samfélagið af ótta í hvert skipti.

Því í raun er morð einungis morð. Það er hægt að kalla það hryðjuverk en engu að síður eru þetta bara morð, hvorki meira né minna. Morð eru hryllileg. En af hverju gengur samfélagið ekki af göflunum í hvert skipti sem framin eru morð. Morðin í Stokkhólmi sem kölluð eru hryðjuverk eru lítil viðbót við önnur morð í Svíþjóð. Þar eru m.a. morð á börnum á hverju ári. Af hverju eru þau ekki tilefni til að ráðamenn í Svíþjóð kalli eftir reiði og heift almennings ? Af hverju eru barnamorðin á hverju ári í Svíþjóð ekki árás á Svíþjóð og þar með allan umheiminn ? Af hverju eru barnamorðin á hverju ári í Svíþjóð ekki tilefni fyrir þjóðernis-popúlista til að grenja út atkvæði og Lögregluna að heimta meiri valdheimildir og fjármuni ?

Staðreyndin er sú að því meira sem þið kveinkið ykkur undan verknaðinum, því sætari verður verknaðurinn í huga þeirra sem ekki eru heilir á geði eða telja sig eiga mannkyninu grátt að gjalda. Því meiri múgsefjun og umfjöllun, því meiri von um frekara ofbeldi og fleiri morð. Hvernig er með kynbundna ofbeldið á Spáni og allar konunrnar sem eru myrtar af eiginmönnum sínum þar í landi á hverju ári, eru þau morð ekki hryðjuverk ? Eru morð á konum ekki árásir á Spán og þar með alla heimsbyggðina ?

Hvernig væri að þið hættuð þessu hryðjuverkafylleríi ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Fjölmiðlar og stjórnmálamenn ala á ótta

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.