Fyrir nokkrum dögum barst eftirfarandi facebook færsla frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingar:

“Við Inga áttum gott samtal um brýn verkefni næstu ára. Við eigum bæði rætur í jafnaðarhugsjóninni og rennur til rifja fátækt, misskipting og veik almannaþjónusta. F væri opinn fyrir því að ræða stjórnarmyndun frá miðju til vinstri. Þetta væri óvenjulegt en ég er sannfærður um að það er rétta svarið til að koma hér á félagslegum og pólitískum stöðugleika.Saman hefðu VBSPCF 40 þingmenn en þeir væru 32 án B. Eins og sagt er í skákinni; VG á leik!”

Þarna stillti Logi upp stjórnarmeirihluta með aðkomu Flokks Fólksins á þeim grundvelli að Flokkur Fólksins ætti “rætur í jafnaðarhugsjóninni og rennur til rifja fátækt, misskipting og veik almannaþjónusta.”

Þetta er þó rangt. Flokkur Fólksins hefur mælt fyrir mismunun á grundvelli trúar, uppruna og þjóðernis, það getur aldrei samræmst jafnaðarhugsjón af neinu tagi.

Að undanförnu hefur Inga Sæland sagst vera vinstri manneskja, það er rangt. Þingflokkur Flokks Fólksins er skipaður alræmdum öfgamönnum af hægri vængnum. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokksins er alræmdur rasisti með ljótan feril, Ólafur Ísleifsson er útvarpsmaður á Útvarpi Sögu,

Það er fyndið að Inga Sæland skuli vilja þykjast vera jafnaðarmanneskja en um leið komast alla leið inn á þing í krafti útlendingaandúðar.

Kosningavakt 2017. Flokkur Fólksins: Aðvörun

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Flokkur Fólksins er hægri öfgaflokkur en ekki vinstri flokkur

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.