Það er fátt annað en kostulegt að að fylgjast með með brambolti meðlima og/eða áhangenda þessara flokka sem skilgreinast sem þjóðernispopúlistahreyfngar. Þegar maður hlustar á Ingu Sæland þá er fáfræðin skínandi af flestu í hennar máli. Skúffan galopnast og karíókí stemningin verður yfrþyrmandi. Konan galar út ´bláinn einhverja möntru sem jafnan er einfaldlega tóm þvæla.

Ég hef aldrei fylgst með pólitík segir hún hvað eftir annað, eins og það séu meðmæli.

Hún segir sinn flokk vera þann fyrsta til að tala um fátækt og kjör eldri borgara og öryrkja. Hún segist um leið ekkert hafa spáð í pólitík og hún sé ekki pólitísk.

Það er ljóst því samkvæmt öllum sólarmerkjum þá hefur hún aldrei lesið fréttir í blöðum, horft á þær í sjónvarpi, eða yfrhöfuð tekið nokkurn einasta þátt í neinu pólitísku starfi af nokkru tagi. Hún segist tl dæmis ætla að taka lífeyrissjóðina í gegn.

Vandamálið sem hún mun reka sig á ef hún kemst inn á þing er að lífeyrissjóðirnir eru alls ekkert á forræði alþingis. Mér þykir leitt að þurfa að brjóta niður þessar hugsjónir hennar en skárra er að hún átti sig á þessu áður en hún kemst kannski inn á þing. Lífeyrissjóðirnir eru í eigu sjóðsfélaga og þeir eru alls engar ríkiseignir.

Þetta veit Inga augsýnlega ekki og það sem meira er, meðlimir í hennar flokki vita þetta augsýnilega ekki heldur.

Inga Sæland segir að stærstur hluti hælisleitenda séu ekki flóttafólk heldur efnahagsflóttamenn. Nú morar allt í stuðningsmönnum hennar á netinu sem halda fram þessari þvælu. Ef Inga kæmist á þing þá myndi hún eiga 4 ár í vændum með sama sniði og Framsóknarkonur í borginni hafa gengist undir, einangraðar og fullkomnlega utanveltu því enginn vill vinna með þeim.

“Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, sendi á dögunum Facebook-skilaboð til stjórnanda grínsíðu (meme-síðu) sem tileinkuð er Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Í skilaboðunum er sagt að bæði Guðmundur og Sigmundur séu miklir föðurlandsvinir og skoðanir þeirra fari saman í mörgum málum. Ef Sigmundi líki ekki vistin innan raða Framsóknarflokksins séu dyrnar opnar hjá Þjóðfylkingunni. „Við gætum átt létt tal undir kaffibolla … Þú getur haft samband við mig hér á tjattinu eða í síma XXX-XXXX.“

Stjórnandi síðunnar áttaði sig á því að Guðmundur hefði farið mannavillt og benti honum á að síðan væri hvorki í eigu Sigmundar sjálfs né tengdist honum á nokkurn hátt.”

Vísir – Reykjavík síðdegis – Enginn talaði um fátækt fyrir ári.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins ræddi við okkur um gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og kosningarnar framundan.

Formaður Íslensku þjóðfylkingar sendi boð til Sigmundar á grínsíðu – DV

Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar stendur nú í ströngu við að stilla upp framboðslistum fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum en ekki er komið á hreint hvenær þeirri vinnu lýkur. Lítið hefur farið fyrir flokknum í umræðunni undanfarin misseri miðað við þá athygli sem flokkurinn fékk fyrir síðustu alþingiskosningar.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Flokkur Fólksins og Þjóðfylking – vanþekkingar-cult

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.