Staðreyndin er að Bjarni Benediktsson gæti aldrei gefið fréttaflutningi Stundarinnar neinn gæðastimpil. Stundin hefur eins óbrigðult orðspor í blaðamennsku og hugsast getur. Blaðið þarf enga meðmælendur enda mælir blaðið með sér sjálft með flekklausum vinnubrögðum og framsetningu.

Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson er allt hið gagnstæða. Ferill Bjarna í stjórnmálum er varðaður ósannindum og spillingu sama hvar drepið er niður auga. Nú hefur Bjarni í raun guggnað á að þræta fyrir að hann hafi vitað af lögbannskröfu Glitnir Holding og svaraði hann því til:

“Ég get ekki sagt það”

Það er hægt að skrifa alls konar pistla og greinar um lögbannið sem í gær var til umræðu í Stjórnskipunar & Eftirlitsnefnd þingsins. Ég gæti tekið alls kyns vinkla eins og að gera grín að Vilhjálmi Bjarnasyni, en hann er raunar fullfær um að gera sig hlægilegan án minnar aðstoðar. Sá vinkill væri þó til þess fallin að gera lítið úr málinu, ég ætla að láta Morgunblaðið um slíkar æfingar í þetta skiptið.

Ég gæti farið í að gera málinu skil frá byrjun til enda, það er verið að gera það nú þegar á ýmsum vígstöðvum og hreint ágætlega.

Ég ætla því að segja mína skoðun á málinu út frá þeim staðreyndum málsins sem ég hef kynnt mér. Það að setja fram sína skoðun byggða á staðreyndum málsins er álit. Ég er ekki sýslumaður, en þó held ég að það sé örlítið erfiðara að plata mig en sýslumannsfulltrúann sem kemur við sögu í þessu til tekna máli.

Aðfarir, afskipti og hótanir í garð fjölmiðla

Afskipti Sjálfstæðisflokksins af blaðamönnum eiga sér ekki einungis langa sögu heldur hefur skapast fyrir þeim viss hefð. Þessi afskipti af fjölmiðlum hafa þó orðið skýrari á undanförnum árum og er Lekamálið gott dæmi um þetta. Innan úr innanríkisráðuneyti var þess krafist að rannsóknarblaðamenn DV (nú starfandi á Stundinni), yrði sagt upp. Margir Sjálfstæðismenn tóku þátt í ömurlegri aðför að blaðinu á þessum tíma og þetta fór fram með fulltingi ritstjórnar Morgunblaðsins. Það er einnig staðfest að Morgunblaðsmenn vissu hver svo kallaður uppljóstrari var allan þann tíma sem leitin fór fram að uppljóstraranum sem hefði lekið persónuuplýsingum um Tony Omos og hans fjölskyldu. Lekamálið endaði með fjandsamlegri yfirtöku á DV undir öruggri stjórn lögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar, afsögn innanríkisráðherra og uppljóstraranum svokallaða ekið á Kvíabryggju.

Allir gerendur í málinu voru innan úr Sjálfstæðisflokki að viðbættum ráðherra.

Meiningin var að koma okkar helstu rannsóknarblaðamönnum út af blaðinu og þegar ekki var orðið við því þá var farið í að ná blaðinu úr höndum ritstjórnarinnar, flæma blaðamenn og aðra starfsmenn síðan út með góðu eða illu og að síðustu að breyta DV í þann sorpmiðil sem hann er í dag. Þessi aðgerð átti sér slagkraft og upptök innan úr Framsóknarflokki sem átti í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Þessi aðgerð fór þó út um þúfur að því leytinu til að starfsmenn DV ákváðu að opna nýtt blað undir nafninu “Stundin” og gekk fjármögnun á nýja blaðinu framar vonum. Í stað þess að starfsmenn DV stæðu upp forsmáðir og atvinnulausir eftir Lekamálið, þá lentu þeir í mun vænlegri stöðu með sjálfstætt blað. Þetta blað “Stundin” er okkar helsti og merkasti rannsóknarmiðill í dag að öðrum ólöstuðum.

DV deyr, Stundin fæðist

Stundin, rétt eins og Kjarninn og Reykjavík Media, eru í framlínu nýrrar kynslóðar blaðamanna hér á landi. Þeir eru einfaldlega betri en kynslóðin á undan. Þeir stunda enga æsifréttamennsku. Þeir nota ekki öskrandi og villandi fyrirsagnir. Þeir draga ekki almenna saklausa borgara í gegn um skítinn í þeim tilgangi að hæðast að þeim.

Þessi nýju blöð setja upplýsingar fram með yfirveguðum hætti þar sem að allt er staðreyndatékkað. Lítið er um mistök í fréttaflutningi. Heimildavinna er eins og hún gerist best og greiningar þessara blaðamanna eru skýrar og nákvæmar.

Bjarni Benediktsson hefur sagt:

“,,,,það er alltof sjaldan sem menn setja hlutina í rétt samhengi og ég ætla aldeilis ekki að fara að gefa fréttaflutningi Stundarinnar einhvern gæðastimpil.” ruv.is

Staðreyndin er að Bjarni Benediktsson gæti aldrei gefið fréttaflutningi Stundarinnar neinn gæðastimpil. Stundin hefur eins óbrigðult orðspor í blaðamennsku og hugsast getur. Blaðið þarf enga meðmælendur enda mælir blaðið með sér sjálft með flekklausum vinnubrögðum og framsetningu.

Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson er allt hið gagnstæða. Ferill Bjarna í stjórnmálum er varðaður ósannindum og spillingu sama hvar drepið er niður auga. Nú hefur Bjarni í raun guggnað á að þræta fyrir að hann hafi vitað af lögbannskröfu Glitnir Holding og svaraði hann því til:

“Ég get ekki sagt það”

Nei auðvitað getur forsætisráðherra ekki sagt að hann hafi vitað af lögbannskröfunni fyrirfram af enda segir Bjarni Benediktsson aldrei satt. Bjarni Benediktsson hefur logið og logið að kjósendum sínum allar götur frá því hann tók sæti á þingi.

Bjarni Benediktsson stendur sjálfur á bak við lögbannið

Bjarni Benediktsson stendur sjálfur á bak við lögbannið og hefur um leið þá forheimsku til að bera að segja lögbannið koma sér illa fyrir sig og í raun barma sér yfir því. Því næst missir hann sig í rant um að hann sjálfur vilji verja starfssemi fjölmiðla. Bjarni fór í veikasta hlekkinn sem hægt var að fara í til að stöðva umfjöllun um hann sjálfan. Hann fiktaði í Sýslumannsfulltrúa sem heyrir óþægilega undir ráðherra á þann hátt að hann telst vera löggæslumaður en ekki dómsvald. Sýslumannsfulltrúa sem hefur verið vandræðamaður innan Sjálfstæðisflokksins en verður ekki til vandræða í þetta skiptið.

Til að komast að þessari niðurstöðu þarf ýmislegt fleira en njánkun Bjarna sjálfs: “Ég get ekki sagt það”. Það er einfaldlega svo að hann er sá sem þurfti lífsnauðsynlega á því að halda að fá þetta lögbann. Það var ekki verið að setja fram upplýsingar um viðskipti með bréf út frá innherjaupplýsingum dagana á undan lögbanninu um neinn annan en Bjarna Benediktsson. Engin annar en Bjarni Benediktsson hafði hag af lögbanninu.Bjarni var einnig sem ráðherra í kjöraðstöðu til að þjarma að low level embættismanni í stjórnsýslunni, enda þekkt mafíutaktík að fikta við mál áður en þau fara fyrir eiginlegan dómstól. Þess utan er Bjarni vel tengdur inn í Glitni, bæði hann sjálfur og menn í kring um hann.

Þetta dugir ekki fyrir rétti til að sakfella Bjarna fyrir einhver embættisspjöll, til þess þarf meira. En hér er ekki fjallað um dómstóla heldur mann í pólitík sem getur ekki hætt að ljúga og heldur að hann sé sniðugri en hann er.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Forsætisráðherra var of slick í þetta skiptið

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.