Símaviðtal Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar við Sr. Davíð Þór Jónsson sem nú hugleiðir framboð til embættis forseta Íslands, er tímamótaviðtal í Íslenskri fjölmiðlasögu. Framgangur þáttastjórnenda er í anda fasista, ofbeldisfullur og brjálæðislegur. Þau saka Davíð Þór um fordóma af verstu gerð vegna álits hans á Donald Trump sem Davíð Þór segir hreinræktaðan fasista.

Ath: viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.

Arnþrúður: “Og þú ætlar að gefa kost á þér sem forseti auðvitað þarftu að svara því af hverju þú ert með fordóma, hvað getur þú dæmt Donald Trump ?”

Davíð Þór: “Hvað get, hihi, þetta dæmir sig svo mikið sjálft, ég hélt ekki að ég væri að tala við svo forherta fasista að þið væruð þeirrar skoðunar að Donald Trump væri eitthvað annað en ógeð og fáráðlingur.”

Arnþrúður: “Ja er hann það getur þú eitthvað sem héraðsprestur frá Eskifirði sagt og kallað einhvern forsetaframbjóðanda fasista og ógeð ? Ert þú bær til þess ?”

Davíð Þór: “Verst að þú sért ekki hérna því þá gætir þú séð mig hreyfa varirnar og hlustað bara mjög skýrt og greinilega.”

Arnþrúður: Já ég er að hlusta alveg á það sem þú segir, hvers konar tal er í þér ?

Davíð Þór: “Þú ert ekki að hlusta þú ert að tala, Donald Trump er að mati marktækra mesta ógnin við heimsfriðinn um þessar mundir og hver sá sem er þeirrar skoðunar að hann sé eitthvað annað er hreinræktaður fasisti.”

Þau saka síðan Davíð um “fordóma af verstu gerð”

Davíð Þór: “Ég vil benda á að Donald Trump er líka fasisti, hreinræktaður fasisti,,,,.”

Pétur: “Af hverju ?”

Davíð Þór“,,,,Sem nýtur mikils stuðnings kristinna manna, vegna þess að hann ætlar að reysa vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna, vegna þess að hann ætlar að loka landamærum ríkisins fyrir fólki á grundvelli trúar þess og uppruna. Og það er eiginlega ef þú flettir upp í orðabók, eiginlega skilgreiningin á fasisma. Og hann nýtur ofsalega mikils stuðnings kristinna manna. Þannig að það er mjög skrýtið að halda, það sem engin tölfræði bendir til, að hærra hlutfall múslima aðhyllist Sharia lög, heldur en hlutfall kristinna manna er sem aðhyllist öfgaþjóðernisstefnu og fasisma að hætti Dolds Trump.”

Arnþrúður: “Bíddu en eru þetta ekki bara fordómar í þér, er hann ekki að reyna að verja landið, þeir hafa næu verið að misnota aðstöðu sína að fara yfir til Bandaríkjanna, ertu ekki bara með fordóma Davíð ?”

Davíð Þór: “Veistu guð minn almáttugur, ég hélt að ég væri að tala við skynsamt fólk”

Arnþrúður: “Já þú ert að því en þú ert með rosalega fordóma”

Davíð Þór: “Fyrirgefðu en,,,”

Arnþrúður: “Og þú ætlar að gefa kost á þér sem forseti auðvitað þarftu að svara því af hverju þú ert með fordóma, hvað getur þú dæmt Donald Trump ?”

Davíð Þór: “Hvað get, hihi, þetta dæmir sig svo mikið sjálft, ég hélt ekki að ég væri að tala við svo forherta fasista að þið væruð þeirrar skoðunar að Donald Trump væri eitthvað annað en ógeð og fáráðlingur.”

Arnþrúður: Ja er hann það getur þú eitthvað sem héraðsprestur frá Eskifirði sagt og kallað einhvern forsetaframbjóðanda fasista og ógeð ? Ert þú bær til þess ?

 

 

Forsetaframbjóðanda sýndur yfirgangur á Útvarpi Sögu

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn