The National Lampoon

Hvað varðar Ólaf Ragnar sjálfan þá þykir mér persónulega forseti okkar í dag eiga að beita sér í þágu fjölmenningar á Íslandi og standa vörð um sameiningu en ekki sundrungu. En sleikjuskapur við ríkisstjórnir sem gera út á ný-rasísk gildi og þjóðernispopúlsima er ekki það sem við þurfum á að halda á næsta kjörtímabili forseta Íslands.

Halla Tómasdóttir líkir Ólafi Ragnari við Robert Mugabe forseta Zimbabwe, fullyrðir að Ólafur Ragnar segi ósatt um ástæður fyrir framboði sínu. Þá lætur hún sem að framboð hans samræmist ekki þeim mótmælum sem áttu sér stað í kring um afsögn Sigmundar Davíðs. Það er þó alls ekki hægt að finna neinu af þessu neina stoð í raunveruleikanum og veltir maður fyrir sér hvort dómgreind Höllu Tómasdóttur sé svo fábrotin eftir allt hæpið um þessa annars eflaust ágætu konu.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

Guðni Th. Jóhannesson, missir sig í sama talið um að Ólafur Ragnar hafi sagt ósatt. Þessu er jafn erfitt að finna stað í raunveruleikanum og í tilfelli Höllu Tómasdóttur og hlýtur maður að spyrja sig hvort Guðna finnist ekki erfiðara að gerast leikmaður á borðinu, í stað þess að horfa yfir taflborðið sem greinandi? þetta eru nefnilega hlutverk sem ekki endilega eru á valdi eins og sama mannsins. Hin hárbeitta sýn hans á stjórnarmyndun og fráfall Sigmundar Davíðs virðist hafa yfirgefið Guðna eftir að hann blandaði sér sjálfur í atburðarrásina.

Andri Snær Magnason skilst mér að hafi kallað þjóðina þroskahefta síamstvíbura eða eitthvað álíka fyrir 3 árum, þetta er líklega afar óheppilegt fyrir forsetaframbjóðanda, ég skal ekki segja. Einnig hefur hann víst sagt að hann þurfi ekki að hafa þekkingu á stjórnskipan landsins þar sem hann muni nýta sér ráðgjafa. Þá hlýtur maður að spyrja sig hvorti ráðgjafinn sé ekki til í að bjóða sig frekar fram ?

Ekki veit ég hvað skal segja um þetta allt saman annað en það að vonandi eru frambjóðendur við allra hæfi, svo að sem flestir geti fundið einhvern tilgang með þessu. Hvað varðar Ólaf Ragnar sjálfan þá þykir mér persónulega forseti okkar í dag eiga að beita sér í þágu fjölmenningar á Íslandi og standa vörð um sameiningu en ekki sundrungu. En sleikjuskapur við ríkisstjórnir sem gera út á ný-rasísk gildi og þjóðernispopúlsima er ekki það sem við þurfum á að halda á næsta kjörtímabili forseta Íslands.

Allir frambjóðendur munu því Þurfa að verjast gagnrýni í þessum slag, jafnt Ólafur Ragnar sem aðrir.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Forsetaframbjóðendur kveinka sér undan Ólafi Ragnari

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.