Sigmundur Davíð stendur upp

Lögmannsstofan, Mossack Fonseca hefur pakkað í vörn að sjálfsögðu og harðneitar samvinnu (að þeim vitanlega), við stjórnvöld í Sýrlandi, Zimbabwe og Norður Kóreu.

Ástæða er til að óska Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, Aðalsteini Kjartanssyni og Helga Seljan, til hamingju með hreint afrek í rannsóknarblaðamennsku sem við urðum vitni að í þætti í kvöld um aflandsfélög Íslenskra ráðamanna. Ýmislegt situr eftir í huganum eftir að verða vitni að því að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, valdamestu stjórnmálamenn landsins, skuli leyfa sér báðir tveir að ljúga beint upp í opið geðið á víðmælendum sínum.

Það er alveg ljóst að orðspor Íslands er stórskaddað af framferði þessara manna. Hver eftirleikurinn verður er erfitt að henda reiður á en víst er að almenningur mun láta í sér heyra, boðað hefur verið til mótmæla á morgunn. Hvort hér þarf aðra búsáhaldabyltingu til þess að þessir spilltu menn sjái sóma sinn í að segja af sér skal ég ekki segja en það kæmi mér ekki á óvart.

Talsmenn stjórnarflokkanna beggja vildu halda því fram að þarna væri það framsetningin á þættinum sem skipti máli fremur en innihaldið, var þetta sér í lagi áberandi í svörum hjá þingflokksformanni Framsóknarflokksins. Þannig að samsæriskenningarnar lifa góðu lífi meðal stjórnarliða svo mikið er víst.

Hápunktur þáttarins er án efa viðtal þeirra Jóhannesar Kr. og hinum sænska Sven Bergaman hjá sænska ríkisútvarpinu, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Í viðtalinu segir hann ítrekað ósatt um tengsl sín við aflandsfélög og fer undan í flæmingi, stendur síðan upp, segist hafa verið plataður í viðtalið og gengur því næst út.

Horfa má á viðtalið hér fyrir neðan:

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Frábær frammistaða blaðamanna

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.