Heimskan er inntökuskilyrði í Framsóknarflokkinn þannig að ef ungliðar flokksins eru að fá aulahrollinn, þá eru þeir á röngum stað. Um leið og maður fagnar því að ný stjórn Sigrúnar skuli tala með þessum hætti til oddvitans í Reykjavík, þá er það bara allt of seint. Flokksforystan er búin að sitja og mala undir rasískum áherslum Framsóknar og Flugvallarvina og hefur bara látið sér subbuskapinn vel líka. Nú styttist í kosningar.
 
Talsmaður stjórnar Guðrúnar lýsir eindregið yfir stuðningi við Guðfinnu J. Guðmundsdóttur. Þetta eitt og sér dregur úr hljóman þessara yfirlýsinga ungra Framsóknarmanna því Guðfinna hefur allt fram að þessu fylgt Sveinbjörgu að málum. Þannig að um leið og maður fagnar því að heyra mótbárur við mannfjandsamlegri framgöngu ýmissa fulltrúa Framsóknarflokksins og ekki einungis Framsóknar & Flugvallarvina heldur þingmanna og ráðherra, þá mærir formaður ungliða Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem aldrei tók neina afstöðu gegn málflutningi og stefnumálum Sveinbjargar & Guðfinnu. Sorrý en þessar yfirlýsingar rista ekki djúpt í mínum huga.
Guðfinna Von Lickenfelt er hin sama Guðfinna og lýsti yfir eindregnum stuðningi við veru Gústafs Níelssonar í Mannréttindaráði Reykjavíkur og tók fullan þátt í aðför Framsóknar og Flugvallarvina gegn Múslimum í Reykjavík.
Sem sagt hver er munurinn á skít & Kúk ?
Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Frau Guðfinna Von Lickenfelt í leiftursókn

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.