Fréttamiðlar sem reknir eru af fjármagnseigendum með ráðandi eignarhluta munu í framtíðinni njóta lítils trausts hjá almenningi. Dreift eignarhald almennings mun leysa þetta fyrirkomulag af hólmi.

Stjórn DV ehf. samþykkti að einstakur hluthafi gæti einungis farið með 5% atkvæðisrétt. Þetta má segja að hafi verið gallað ákvæði þar sem að meirihluti stjórnar gat samþykkt að þessi regla væri sniðgengin. Þó var einnig ákvæði um að enginn einn hluthafi gæti farið með atkvæðisrétt fyrir meira en 26% heildaratkvæða í félaginu. En með þessum ákvæðum var þó dreift eignarhald ekki tryggt, einungis komið í veg fyrir að einn hluthafi hefði meira en annað hvort 5% eða 26% atkvæðisrétt. En enginn hluthafi hefur farið með stærri eignarhlut í DV en 26%. En þetta fyrirkomulag má segja að hafi einungis verið hugmynd sem hefði þurft að útfæra betur.

Því er það ánægjuefni að fylgjast með stofnun Stundarinnar sem fjármögnuð er á Karólína fund. Á Kjarnanum er fjallað um Stundina og þar kemur fram að söfnun á fjármagni hefur gengið framar vonum og eru starfsmenn Stundarinnar hársbreidd frá því að setja met í fjársöfnun á Karólína. Í viðtali við Kjarnann segir Jón Trausti Reynisson ritstjóri Kjarnans:

„Tilgangur okkar með því að stofna Stundina er að bjóða upp á nýjan valkost í upplýsingagjöf, fjölmiðil sem er ekki tengdur valdablokkum og setur sér meðal annars reglur sem tryggja valddreifingu með dreifðu eignarhaldi. Önnur leið til að hámarka virkni fjölmiðilsins í þágu almennings er að hann sé sem mest fjármagnaður af almenningi, bæði með kaupum fólks á áskriftum og hlutafé. Fjölmiðill sem er fjármagnaður af almenningi fremur en sérhagsmunaöflum er í mun betri aðstöðu til að stunda rannsóknarblaðamennsku. Það hefur sýnt sig að rannsóknarblaðamennska er nauðsynleg í lýðræðisríki, en að hún er jafnframt óvinsæl hjá ýmsum sem hafa hag af því að almenningur fái takmarkaðar upplýsingar.“

Þessi áform eru til mikillar fyrirmyndar. Raunar svo að ég efast um að gömlu fjölmiðlamódelin, Morgunblaðið, Fréttablaðið og eyjan, eigi sér langa lífdaga til framtíðar sem fréttamiðlar. Fólk er hætt að horfa til þessara miðla sem sannleiksflytjandi fréttaveitna, heldur þvert á móti tekur almenningur þeim með miklum fyrirvara. Þetta er einungis byrjunin.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Frjáls fjölmiðlun – nýr tími

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.