punktur 4

,,,,yfirlýsing Bjarna Benediktssonar um að kosningar verði haldnar í haust með fyrirvara um að stjórnarandstaðan standi ekki í vegi fyrir málaskrá,,,,

 

Það vita allir að afnám hafta er í höndum Seðlabankans en ekki ríkisstjórnarinnar. stjórnarliðar hafa tifað á þessari yfirvofandi aðgerð Seðlabankans eins og að í hana verði ekki farið nema að núverandi stjórnarflokkar fái að athafna sig áfram, þvert á kröfu almennings um kosningar.

Sú lausn Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar að framlengja dauðastríð stjórnarinnar er afleit. Bjarni Benediktsson hefur verið í viðskiptum með aflandsfélag, Ólöf Nordal líka. Af hverju gilda aðrar reglur um þau tvö en Sigmund Davíð eða Júlíus Vífil ?

Það skilur enginn annar en Bjarni sjálfur.

Uppi er krafa meðal kjósenda um að kjörnir fulltrúar gangist við pólitískri ábyrgð. Það verður alls ekki sagt að hrókeringar milli ráðuneyta séu nein lending.

Það er með hreinum ólíkindum að eina leiðin til þess að fá Íslenska stjórnmálamenn til þess að viðurkenna villu síns vegar og segja af sér, sé að beinlínis bera þá út. Í nágrannalöndum okkar hefur skapast sú venja að afsagnir gangi nokkuð hratt og fumlaust fyrir sig. Þessi þróun hefur bara ekki orðið hér.

Vantraustið á ríkisstjórnina er algjört, en samt neita menn að boða til kosninga.

Svo virðist sem að hér sé allt annað sem ræður för en hagur landsmanna. Þjóðin þarf ekkert á ójafnvægi og ósætti að halda um þessar mundir. Þá er yfirlýsing Bjarna Benediktssonar um að kosningar verði haldnar í haust með fyrirvara um að stjórnarandstaðan standi ekki í vegi fyrir málaskrá stjórnarmeirihlutans. Þetta er atriði sem er algerlega óásættanlegt.

Varaformaður Framsóknarflokksins sem nú mælist með 8% fylgi, skal nú heita að verða forsætisráðherra sem fjarstýrt verður af formanninum Sigmundi Davíð. Þetta er ömurlega lélegur brandari.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Fyrirsláttur um gjaldeyrishöft

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.