Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að bakgrunnur allra hugsanlegra afbrotamanna verði kannaður, þetta þýðir að hann ætlar að finna afbrotamanninn áður en hann fremur glæpinn. Þetta viðhorf lýsir fyrst og fremst ótta, mikilli hræðslu við hið óþekkta. Það verður að segjast að það veldur jafnan vissum vonbrigðum að þingmaður skuli afhjúpa svo músarhjartað að angistin beinlínis skíni af honum og hann hristist allur til eins og jelly.

Ásmundur hefur áhyggjur af öryggi okkar. Að fólk sem komi hingað átti sig ekki á siðum okkar sem séu afar brothættir og nauðsynlegir, ekki bara okkur sjálfum, heldur einnig þeim sem hingað koma, útlendingar séu hlaðnir ósiðum sem þeir skuli láta af.

Vandamál þessarar ofsahræddu pissudúkku er þó einfalt. Þessir glæpir sem Ásmundur vill berjast gegn, hafa bara ekki átt sér stað hér á landi og það er nú til siðs að aðhafast ekki vegna glæpa sem ekki hafa verið framdir, svo ekki sé talað um ólögmætið. Ef Ásmundur vill síðan læra af nágrannalöndum okkar, þá ætti hann að gera það, meðal annars með því að kynna sér hvað sé eðlilegt af stjórnmálamanni að segja og gera. Ábyrgð hans er mikil og virðist hann engan vegin átta sig á í hverju sú ábyrgð felst. Hún felst meðal annars í því að haga máli sínu með þeim hætti að saklaust fólk, konur, menn og börn, hljóti ekki skaða af.

Ef Ásmundur vill innleiða racial profiling hér á landi, þá bendir það ekki til þess að hér fari neitt annað en illa upplýstur maður sem skárra hefði verið að lent hefði í einhverjum filter hjá uppstillinganefnd Sjálfstæðisflokksins. Því að svona viðvaningur vinnur hvaða stjórnmálaflokki sem er, tjón.

 

Gæsalappamaðurinn

| Leiðari |
About The Author
- Ritstjórn