Það er farið að bera á því að fólk sem sýnir minnihlutahópum jafnan andúð á opinberum vettvangi, kvarti um leið undan hatursorðræðu í sinn garð. Nú skal ég ekki skjóta lokum fyrir að persóna sem sýnir stórum hluta samfélagsins óvild jafnvel dag hvern, upplifi vissa andúð í sinn garð. Sú andúð er þó að stórum hluta heimatilbúin og þessi heimatibúna hræðsla er einungis til komin af hatursorðræðu persónunar sjálfrar. Rasisminn eins og aðrir fordómar verða til þegar að fólki tekst að sannfæra sjálft sig og annað fólk um hluti sem eru ósannir um vissa minnihlutahópa í samfélaginu. Að það fólk sem tilheyri til teknum hópum eigi ekki að njóta mannréttinda og verndar laganna.

Fólk sem hræðir sjálft sig

Tökum sem dæmi persónu sem ber í sífellu rangar sakir á aðra persónu. Ásakandinn fer um leið og hann ber ásökuninna fram að finna fyrir hræðslu í garð þeirrar persónu sem hann/hún ber á þessar sakir. Það hlýtur að teljast eðlilegt. Ásakandinn þarf að hafa áhyggjur af mjög mörgu í þessu sambandi. Að ekki komist upp að sakirnar séu falskar og að ekki komist upp að hann/hún sé að ljúga upp þessum sökum á aðra persónu. Ekki síst þarf ásakandinn að hræðast persónuna sem fyrir ásökuninni verður, þolandinn gæti brugðið á ýmis ráð til að leiðrétta ósannindin, einnig er líklegt að þolandinn vilji einfaldlega hefna sín. Þá með einhverskonar tjóni sem hann/hún getur hugsað sér að vinna ásakandanum. Það tjón getur verið allt frá sköðuðu orðspori eða eignatjóni og jafnvel til líkamlegs tjóns.

Gagnrýni er ekki hatursorðræða

Fólk sem berst í öllu orði sínu og æði gegn hagsmunum og velferð fólks sem er öðruvísi en það sjálft er að vinna fólki sem tilheyrir þessum hópum ómælanlegt tjón til frambúðar. Hvort sem barist er gegn hagsmunum Múslima, flóttafólks almennt, samkynhneigðra eða annarra þjóðfélagshópa. Börn þessa fólks skaðast og verða fyrir áreiti sem mun móta þau til framtíðar og jafnvel skaða þol þeirra og úthald til að komast í gegn um nám. Þessum börnum verður að sjálfsögðu hættara við að flosna upp úr námi, lenda í vímuefnaneyslu ect. Það þarf engum að koma á óvart að fólk sem verður fyrir hatursáróðri á grundvelli uppruna síns eða séreinkenna, mun ekki taka því vel að farið sé í sífellu með ósannindi á hendur þeim og þeirra fjölskyldum, þeirra börnum, þeirra foreldrum og ástvinum.

Fordómar á grundvelli uppruna, litarháttar, trúar, kynhneigðar, kyns ect. verða til vegna þess að einhver reynir að sýna fram á að vegna þessara séreinkenna þá sé persónan annars eðlis. Hún hugsi öðruvísi, hún sé í raun slæm að einhverju ef ekki öllu leyti og að best sé að hafa slíka persónu einhverstaðar annarsstaðar, helst í öðru landi. Fordómar á grundvelli þessara þátta verða einnig til hjá fólki sem gerir sér þær hugmyndir að þjóðerni okkar hér á landi veiti okkur einhverja sérstöðu og meiri mannréttindi en því fólki sem kemur hingað á erlendum vegabréfum og þess vegna eigi það engan rétt á að setjast hér að. Þetta byggist að sjálfsögðu á gríðarlegri vanþekkingu en einnig frekju og mannvonsku.

Persónur sem kvarta undan óvild og hatursorðræðu

Það er ekkert skrýtið að fólk sem hugsar og talar svona telji sig finna fyrir óvild í sinn garð, tala nú ekki um fólk sem er jafnvel í ábyrgðarstöðum samanber Vigdís Hauksdóttir sem lagði til að hælisleitendur yrðu látnir ganga með öklabönd til staðsetningar, rétt eins og fólk sem sætir stofufangelsi eða er en að taka út dóm fyrir refsiverð afbrot.

Eða Ásmundur Friðriksson sem lagði til að allir Múslimar á Íslandi yrðu sérstaklega rannsakaðir.

Eða Arnþrúður Karlsdóttir sem laug því að öll burðardýr sem tekin væru með eiturlyf í Leifsstöð væru hælisleitendur.

Eða ýmsir þingmenn af hægri vængnum sem lögðu til að allri leynd yrði létt af öllum persónuuplýsingum allra hælisleitenda svo almenningur gæti barasta lesið slík gögn sundur og saman og að vild. Það er ekkert skrýtið að fólk sem fer fram með þessum hætti upplifi sig óvelkomið víða, upplifi jafnvel óvild í sinn garð. Hér eru á ferðinni einstaklingar sem leggja sig fram um að reyna að sannfæra samborgara sína um að bræður okkar og systur frá öðrum löndum eigi ekki að njóta verndar eða almennra mannréttinda. Þetta er fólkið sem óttast annað fólk og kannski með réttu.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Gagnrýni er ekki hatursorðræða

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.