Tvær persónur fremja glæp. Aliræktaður kjáni úr Sjálfstæðisflokknum og Lögreglustjóri. Kjáninn er dæmdur til fangelsisvistar. Hvað með Lögreglustjórann ? Af hverju er Sigríður ekki kærð ? Er krafan um slíka ákæru meðal almennings ekki nógu hávær og fyrirferðamikil ? Þarf að öskra á löggæsluna í landinu til þess að kerfið virki, er það málið ?

Spurningin er hvort lög gildi yfir alla ? Og jafnvel en frekar, vernda lögin alla eða bara suma ?

Við getum einnig spurt, njóta borgararnir verndar gagnvart afbrotum, nema þegar vissir einstaklingar eða embætti eiga í hlut ?

Hið rétta er að úrskurður Persónuverndar sýknar ekki Lögreglustjóra af því afbroti að hafa hindrað og tafið rannsókn á Lekamálinu. Hvað varðar meðferð gagna þá er það atriði ekki efni til ákæru eitt og sér. En með tilliti til hylmingarinnar í ofanálag við að halda málinu óskráðu (vísvitandi), þá er afbrot Lögreglustjóra alvarlegt enda fjallar Persónuvernd ekki um þann hluta málsins.

Almenningur hlýtur að krefjast ákæru á hendur Lögreglustjóra. Nýtur konan verndar ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Gilda lög yfir alla ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.