Ef lögreglustjórinn er óþekkur og fer að rannsaka þig, þá mætir þú bara með þinn eigin lögreglustjóra og rekur þann gamla.

Síðan kemur í ljós að nýji lögreglustjórinn sem tekur við rannsókninni, er meðsekur í málinu.

Ekki batnar það.

Gísli Freyr fær sama og engan dóm, hann verður ekki tekin í læri hjá Annþóri á Hrauninu, nei hann fer í nokkrar vikur í verndað umhverfi á Kvíabryggju, frítt tóbak og hangið á facebook geri ég ráð fyrir.

Viðurlög við umboðssvikum er engin heldur, dæmdir í þeim efnum munu líklegast vera á sér væng með Gísla Frey á Kvíabryggju, ef þeir verða þá ekki bara sýknaðir í Hæstarétti.

Svona verður fangelsisvist þessara fyrirmenna háttað eins og vídeóinu hér fyrir neðan (enjoy)

 

https://www.youtube.com/watch?v=MQhBfRDd6GM

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Gísli Freyr sleppur við Annþór

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.