Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar –

Þá er það ljóst hvernig mál standa eftir úrslit þessara kosninga um helgina.

antifa-early-signs-of-fascism

Ég get ekki sagt að ég sé ánægður eða sáttur því nú fer í gang óvissutími hjá öllum öryrkjum og öldruðum í þessu landi því það er nokkuð víst að við fáum yfir okkur ríkisstjórn hvar í forsæti situr gjörsamlega siðblindur einstaklingur sem lýgur að þjóðinni eins og honum hentar, á sér ljóta slóð gjaldþrota og illa rekina fyrirtækja úr einkageiranum og það sem þó einkennir hann er hroki, frekja og að tala ætíð niður til þeirra sem eru honum ekki sammála og gera þeim upp skoðanir.

Hann er einn af þeim sem listaður var upp í Panamaskjölunum en þóttist ekkert um það vita eða kannast við það. Fékk algjöra silkihanskameðferð hjá fjölmiðlum í öllu því máli og því má að hluta til segja að fjölmiðlarnir hafi komið honum ásamt flokki hans til valda.

Íslendingar að venju, kokgleyptu áróðurinn sem var borin á borð fyrir þá fyrir kosningarnar og, eins og venjulega, létu plata sig og hafa sig að fíflum um allann heim enda voru hér tugir erlendra fréttamanna sem höfðu trú á því að íslendingar vildu uppræta spillingu í þjóðfélaginu. Nú sitja þeir sennilega veinandi úr hlátri yfir heimsku þessarar eyþjóðar norður í rassgati sem hvað eftir annað velur að láta spillingaröflin halda velli í landinu.

Þeir sem kusu íhaldið mega heldur betur skammast sín um ókomna framtíð því þeir verða hafðir að háði og spotti ef þeir láta sjá sig erlendis á næstu misserum.

En hvað sem því líður þá gleðst ég yfir árangri Pírata því þrátt fyrir allt sem á undan er gengið bættu þeir við sig 7 þingmönnum og geta því haft meiri áhrif á komandi þingi heldur en síðast.
En mikið er samt sorglegt hvað íslendingar eru þegar upp er staðið mikil dæmalausir aumingjar.

Góðan daginn þið þarna úti.

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn