Ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og Flugvallarvina, um sokkinn kostnað vegna barna hælisleitenda hafa vakið óhug hjá fólki. Með þeim ræðst hún gegn barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og virðir að vettugi góð og gild mannréttindasjónarmið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sveinbjörg ræðst gegn mannréttindum minnihlutahópa en fyrir Borgarstjórnarkosningar 2014 talaði hún mjög illa um múslima og vildi svipta þá réttinum til að byggja sér tilbeiðsluhús á Íslandi.

Sá málflutningur féll vel í kramið hjá mörgum illa innréttuðum kjósendum en jafnframt var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd fyrir að ala á rasískum viðhorfum. Fréttablaðið birti skopmynd af oddvitum allra flokka fyrir kosningarnar og voru myndirnar af öðrum frambjóðendum en Sveinbjörgu nokkuð spaugilegar. Teikningin af Sveinbjörgu átt kannski að vera spaugileg en birti okkur þó raunveruleikann á nokkuð alvarlegan hátt. Andlit hennar sást ekki en var falið undir hettu Ku Klux Klan.

 

Bandarísku kynþáttahaturssamtökin Ku Klux Klan hafa marga stöðutitla yfir meðlimi sína, með “Grand Dragon” er átt við stjórnanda fylkis sem myndi útleggjast sem stjórnandi borgar eða bæjar ef samtökin væru skipulögð hérlendis. Málflutningur Sveinbjargar er á pari við margt sem hefur komið frá KKK undanfarin ár og því á samlíking á henni við meðlimi samtakanna fullan rétt á sér.

Grand Dragon Sveinbjörnsdóttir

| Gunnar Hjartarson |
About The Author
-