Fimmtudaginn 11. Maí mun Robert Spencer halda fyrirlestur á Grand Hótel að Sigtúni 38 í Reykjavík. Spencer er stofnandi Stop Islamization of America (SIOA) og Freedom Defense Initiative. Bæði samtökin hafa verið flokkuð sem haturssamtök af Anti-Defamation League og Southern Poverty Law Center.

Þeir sem standa að komu Robert Spencer til landsins eru öfgaöfl hér á landi sem jafnan reka áróður gegn Múslimum.

Það er áhyggjuefni að Grand Hótel skuli að taka að sér að hýsa slíka uppákomu, ekki hvað síst þar sem að hótel hefur beina hagsmuni af því að vera í góðum tengslum við fjölmenningarsamfélagið, hvort sem er hér eða erlendis. Fjöldi manns hefur sent forsvarsmönnum hótelsins pósta þar sem þeir eru hvattir til að hætta við að hýsa fyrirlesturinn. Ef að fer sem horfir og af fyrirlestrinum verður í trássi við almenna óánægju með þá fyrirlitningu í garð Múslima sem Robert Spencer og fylgismenn hér á landi boða í sífellu, þá munum við að sjálfsögðu setja Grand Hótel í Reykjavík á Svarta Listann hér á Sandkassanum og mæla með sniðgöngu á hótelinu við ferðamenn.

Grand hótel varað við sniðgöngu vegna Robert Spencer

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn