gudniSveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tók sæti á þingi í dag og undirritaði hún því drengskaparheit að stjórnarskránni. Þetta er fremur klámfengið í ljósi þess að Sveinbjörg vann sér inn stöðu borgarfulltrúa með því að lofa kjósendum stjórnarskrárbrotum. Sveinbjörg er varaþingmaður furðuþingmannsins Vigdísar Hauksdóttur sem síðan er afsprengi Guðna Ágústssonar. Þetta er sveit furðumenna sem almennt er kannski tilhneiging til að taka ekki alvarlega. Er á meðan er.

Hinn sjálfskipaði varðmaður fósturjarðarinnar og guðfaðir Sveinbjargar og Vigdísar, Guðni Ágústsson, hefur áhyggjur af auðtrúa fólki sem taki mark á DV og Kastljósi. Hann passar sig á að nefna ekki Samkeppniseftirlitið en ljóst er að helst vildi hann loka þeirri stofnun, í öllu falli lætur hann eins og að úrskurður Samkeppniseftirlitsins sé hugarburður. Allt í nafni fósturjarðarinnar sem Guðni álítur sig vita heilmikið um. Raunar er þjóðleg viska Guðna Ágústssonar með þeim einsdæmum að hann ver hana fyrir rithöfundum eins og Hallgrími Helgasyni, en eins og alþjóð veit þá stafar þjóðríkinu hætta af Hallgrími.

Vill Guðni Ágústsson ekki bara gera lista yfir þá aðila sem hann varar þjóðina við, því ekki getum við verið annað en þjóðvillingar án hans leiðbeininga ?

Listinn myndi líklegast byrja á fjölmiðlum, öllum þeirra starfsmönnum. Þá næst vel flestum rithöfundum landsins. Nú, Samkeppniseftirlitið, á listann með það. Hvað með Fiskistofu,,,,,

En hvað með Guðna sjálfan ?

 

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Guðni varar við Hallgrími

| Leiðari |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.