Gústaf -Kúkur-MánaðarinsKúkur Mánaðarins er nú komin á yfirsnúning, þar sem að við höfum verið allt of löt við þennan dálk, þá birtast nú nokkrir á einu bretti. Gústaf Níelsson er sjálfkjörinn í þetta skiptið, lítill og asnalegur maður sem virðist ekki opna munninn nema til að tala illa um fjölmenninguna hér á landi.

Fullkomnlega ólæs á mannréttindi og þrátt fyrir að hafa lært einhverja sagnfræði, þá gerir hann meira af því að fikta við söguna með myndfölsunum, í stað þess að skrá söguna.

Það er leitun að öðrum eins svívirðingum í garð fjölmenningar og koma frá Gústaf Níelssyni. Hann var búaður niður úr pontu á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins en þar gerði hann grín að fólki af ólíkum litarhætti og þjóðerni.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafnaði breytingartillögu þeirra Jóns Magnússonar og Gústafs Níelssonar sem ætlað var að herða stefnu flokksins í innflytjendamálum og málefnum flóttamanna. Ekki nóg með það heldur var Gústaf hrópaður niður og rauða spjaldinu lift víðs vegar um salinn. Lítið annað verður ráðið af þessari niðurstöðu en að ungum Sjálfstæðismönnum hugnist ekki stórbrenglaðar hugmyndir Gústafs enda eru þær að mestu studdar með rangfærslum og sögufölsunum, samsæriskenningum. Einnig má ráða að flestir landsfundargestir sjái ágætlega í gegn um botnlausa tækifærismennskuna og lýðskrumið sem rekur Gústaf áfram, mann sem hefur andúð á samkynhneigðum og innflytjendum, sagnfræðing sem virðist ekki geta farið með rétt mál en gengur þó ljóslega með þingmanninn í maganum.

þetta er það sem gerist þegar menn missa sig í óraunsæi og villimennsku. Gústaf Níelsson fékk hér raunlækkun á ofmati sínu á sínum eigin sturluðu hugmyndum. Gústaf hrærist í vænisjúkum afstæðisveruleika sem höfðar bara ekki til ungs fólks. Það vill ekki láta troða upp á sig mannvonsku og ótta við lífið og tilveruna. Menn eins og Gústaf eru raggeitur, smámenni sem vilja lifa í vernduðu umhverfi í Andabæ og láta sér fátt um finnast um þær 50 milljónir flóttamanna sem ráfa um heiminn, að stórum hluta börn og konur.

 

 

Gústaf Níelsson er Kúkur Mánaðarins

| Kúkur Mánaðarins |
About The Author
- Ritstjórn