Viðreisn hefur verið sá flokkur sem hve harðast hefur gengið fram með tilliti til baráttu fyrir jafnlaunavottun. Nú er svo komið að Viðreisn er eini hægri flokkurinn sem er með jöfn hlutföll kvenna í sínum þingflokki, með 2 þingkonur og 2 þingmenn.

En kynjahallinn í þingflokkum hinna hægri flokkanna er ískyggilegur og í raun svo svakalegur að þeir flokkar ekki stjórntækir sökum þessa.

Í fyrsta lagi er kynjahalli í þingflokki Pírata óásættanlegur og væri réttast að þau færu í aðgerðir hér og nú til að leiðrétta þessa niðurstöðu. 2 konur af 6 þingfulltrúum er óásættanlegt. Og þótt flokkurinn teljist ekki til öfgahægriflokkanna þá er hér á ferðinni visst háttalag hjá Pírötum þar sem að jafnréttissjónarmið virðast ekki rúmast innan hinnar nýju pólitíkur. Þetta þurfa Píratar að laga. Hitt er annað mál að Píratar eru kannski sá flokkur sem helst er trúandi til að taka á þessu máli. Það sama verður ekki sagt um aðra.

Það þarf síðan engum að koma á óvart að þeir flokkar sem aðhyllast aukna löggæslu, herta landamæragæslu og hörku í málefnum flóttafólks og hælisleitenda, skuli einnig vera fullkomnlega áhugalausir um jafnréttissjónarmið, jöfnun á hlutföllum karla og kvenna og jafnrar þáttöku kvenna í störfum alþingis.

Því fordómar eru af sama meiði og þeir sem forðast raunveruleikann gera það á öllum sviðum, ekki bara einhverju einu. Það þarf engan að undra þessa niðurstöðu. Þreyta í umræðu og aðgerðum gegn kynbundnum launamun hefur gert vart við sig á undanförnum árum og nú er svo komið að uppstillingarnefndir Sjálfstæðisflokksins nenna ekki lengur að flækja sín mál með jafnréttissjónarmiðum.

Flokkar sem þessir eru óboðlegir á þing og þá sérstaklega eru þeir óboðlegir til setu í stjórnarmeirihluta. Það er síðan grátbroslegt að þessir aðilar sem mestar áhyggjur hafa af kynjamisrétti í löndum Múslima, skuli hér með sanna það að munurinn á þeim er sáralítill. Fyrirlitning í garð jafnréttismála er alveg skýr meðal íhaldsins hér á landi og Múslimar í Pakistan t.d. eru einmitt það, argasta íhald.

Hér má því segja að skoðanabræður öfgamúslima í Pakistan hafi komist í gegn um þingkosningar hér á landi án þess að hafa konur á sínum framboðslistum.

Gott og vel, um leið þá eru þessir flokkar ekki stjórntækir.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hægri flokkarnir óstjórntækir sökum kynjahalla

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.