Sigríður Rut Júlíusdóttir Hæstarréttarlögmaður ritar á facebook síðu sína um kæru Vigdísar Hauksdóttur gegn Gunnari Waage:

SigridurRutJuliusdottir“Það er mikill misskilningur ef pólitíkusar halda nú að þeir eigi farveg hjá lögreglunni til að hreinsa til í harkalegri opinberri umræðu um þá. Í fyrsta lagi virðist mér (af þessari frekar óljósu frétt) að það sem hún kærir séu gildisdómar (sem eru heimil tjáning) hvar áhersla hefur verið lögð á að pólitíkusar fjarlægi sig frá hatursfullu tali sem á einhvern máta er tengt við þá (MDE Scarsach, Hrd Gillz, Hrd Ómar R).

Í öðru lagi er nú ítrekað búið að kveða uppúr um það að lögreglan hefur ekki oft tilefni til að ákæra í slíkum málum (Hrd. Ákæruvaldið gegn X traktorsmálið og Hrd glæpamannaframleiðandi ríkisins). Vigdís getur hins vegar eytt eigin fjármunum í að höfða einkamál í staðinn fyrir að eyða skattpeningum okkar hinna. Í þriðja lagi erum við ekki í Tyrklandi og hér er Mannréttindasáttmálinn enn í fullu gildi. Ef einhver hefur þá skoðun að hún sé “nýrasisti” þá er heimilt að tjá slíkan gildisdóm og í raun tilefni til þess með vísan til gagnrýni á umræðu flokksmanna hennar um fjölmenningu, flóttamannamál og tiltekna trúarhópa.

Hæstarréttarlögmaður gefur lítið fyrir kæru Vigdísar Hauksdóttur

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn