Þann 19. Nóvember hringdi inn í símatímann á Útvarpi Sögu, Anna Valdís Jónsdóttir, verkefnisstjóri útibúss Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ. Hún hafði sitt hvað að segja um Tony Omos. Þar sem að örfáir bloggarar hafa fjallað um þetta símtal Önnu Valdísar, þá ákvað ég að hlusta á viðtalið á vefnum utvarpsaga.is.

Síðan ákvað ég að þetta væri efni sem fólk þyrfti að lesa. Ég tek það fram að mér þykir frásögnin vera innantóm, ótrúverðug og vemmileg, mér þykir hún lýsa furðulegu hugarástandi fólks sem hræðist umhverfi sitt að óþörfu. Ég álít þessa lesningu skólabókardæmi í fjölmenningarfræðum. Einnig er hér á ferðinni góð áminning um að gera sér ekki rellu út af smámunum, framleiða ekki eða skálda upp vandmál:

Hér fer skrifleg útgáfa af samtalinu, bókstafleg og nákvæm;

PG: Síminn hringir halló hvað heitir þú?

AV: Anna Valdís heiti ég

PG: Sæl og blessuð

AV: Sæll Pétur ég hérna er að hringja frá Suðurnesjum.

PG: Já sæl

AV: Blessaður ég er verkefnastjóri og stjórnarkona Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum, og mig langar að hérna mér er farið að ofbjóða umræðan um hann Omos.

PG: Tony Omos já

AV: Tony Omos hælisleitanda

PG: Já

AV: En áður en ég fer að segja þér frá því þá vil ég líka nefna það að það koma margir hælisleitendur til okkar og við tökum vel á móti þeim og okkur er, sem sagt það er engin,,,þannig að það valdi ekki neinum misskilningi það sem ég ætla að segja.

PG: Nei

AV: Það eru allir velkomnir til okkar hvort sem þeir eru hælisleitendur eða aðrir.

PG: já

AV: En öll þessi umræða sem er búin að setja Íslenskt þjóðfélag á bara annan endann.

PG: já

AV: Út af Omos.

PG: já

AV: Tony Omos

PG: já

AV: Finnst mér alveg til háborinnar skammar. Þannig er að við konurnar í fjölskylduhjálpinni, hérna þekkjum soldið til hans, og og annara manna sem voru ö hérna hælisleitendur.

PG: já

AV: Og, okkur stóð bara virkilegur uggur af þessum mönnum.

PG: Af hverju?

AV: Og, e vegna þess að bæði komu virkilega og allir þessir menn ruddalega ruddalega fram, og bara e eins og ég segi það er ekki það er bara ekki til eftirbreytni hvernig þeir voru. Bara á engan hátt,

PG: Altsvo ?

AV: Fyrirgefðu

PG: Altsvo Tony Omos og hans félagar ?

AV: Og hans félagar já

PG: jájá

AV: Og meira að segja að ég talaði nú við mína yfirkonu hana Ásgerði, og bað hana um að tala við lögregluna upp á að við fengjum einhverja vernd niður í Fjölskylduhjálp. Þær voru orðnar það hrædd að þær vildu ekki vera einar. E sem sagt í Fjölskylduhjálpinni þegar þær kæmu.

PG: jájájájá (Pétur stynur í þolinmæði)

AV: Þessir menn og hérna og við töluðum alltaf um þá þetta væri sjálfsagt einhverjir stíðsglæpamenn eða eððs, þó það sé ljótt að segja svona manni fannst þetta eitthvað eh eitthvað allt annað heldur en eh sem er verið að tala um í blöðum og annað í dag.

PG: Jaá

AV: Okkur finnst þetta

PG: Og hvernig ógnuðu þeir fólkinu þarna hjá fjölskyldu,,

AV: Nei böö na sko, bara með sínum ruddaskap og, og og svona hrottaskap og það var bara virkilega eh bara

PG: Þið voruð hrædd, voru menn hræddir við hann ?

AV: Eh sko við vorum bara hræddar og og, og fólk sem kom inn að það bara gekk út og við fengum fréttir af því að þeim var vísað, frá og þá tala ég um þá í fleirtölu vegna þess að þeir komu alltaf saman.

PG: Hvað voru þeir margir, þessir ?

AV: Þeir voru 4-6

PG: Já

AV: Yfirleitt í hóp og hann virtist svona fyrirliði hópsins, hann talaði ágætis ensku

PG: Já

AV: Og, eh svona virtist fyrirliðinn, og hérna. Þannig að mér finnst að. Megi alveg hugsa sig tvisvar um áður en svona, við förum að hampa einhverju svona eins og, þessum manni ég, ég get ekki sér tilganginn af því.

PG:Nei

AV: Í öllum blöðum og þetta skuli setja Íslenskt stjórnarkerfið á annan endann.

PG: Já en höfðuð þið þarna á suðurnesjum, voru einhverjar fréttir um það eða upplýsingar að þeir væru að ógna öðrum þarna það er verið að tala um að ?

AV: Nei þeir voru bara með þvílíkan ruddaskap og yfirgang og bara með við náttúrulega skildum ekki hvað þeir töluðu um sín á milli og, og hérna ah, og það bara skapaðist þannig hjá okkur að að stúlkurnar hjá mér, sjálfboðaliðarnir, þær þær neituðu að vera einar til tæmis við vorum með litla verslun á Hafnargötunni

PG: Já

AV: Og þess vegna við lokum þegar þeir koma
Pétur: jájájá jájá

AV: Og síðan vorum við með fyrir 3 árum síðan jólamarkað uppi á Hafnarstíg í Reykjanesbæ

PG: já

AV: og við höfðum tvo karlmenn bara við dyrnar til þess að, út af þessum mönnum. Þannig að mér finnst nú svona eins og ég segi mér finnst stundum verið að hampa, ekki ég hef ekki á móti hælisleitendum og, og ekkert af þessu fólki. En við verðum aðeins að hugsa hvað við erum að gera.

PG: Já

AV: Eða það er mín skoðun

PG: Já

AV: Og mér finnst, bara allra hluta vegna það sem sagt flæðir alls staðar inn um alla Evrópu, alla vega fólk og, og, og hérna, það, eða við verðum að, við erum bara litla Ísland og við eigum ekkert að hleypa öllum inn og, nema að grandskoða alla hluti og, og, sem að þeir virðast vera að gera náttúrulega, eh en, en það er margt ábyggilega sem við vitum ekki.

PG: En nú eru, hafa verið hælisleitendur á Suðurnesjum sjálfsagt margir þeirra leitað til ykkar

AV: Já já mikil ósköp og ég

PG: En er þetta einsdæmi að hælisleitendur hagi sér svona eins og Tony Omos og félagar

AV: Þetta var einsdæmi já, þetta var einsdæmi já

PG: Já og samt

AV: Og hvort að þetta var rétt eftir að þeir komu ég veit ekki hvernig það var, en, en allavega þá var þetta svona hjá okkur og við erum búnar að tala oft okkar á milli, ja nú förum við að hringja, nú förum við að segja eitthvað

PG: já

AV: okkur fannst, okkur finnst þetta bara svo skrýtið hvernig þessi umræða hefur farið offörum bara.

PG: Já eins og honum hefur verið stillt upp sem fórnarlambi og jafn vel hetju

AV: Já bara hreinlega

PG: já

AV: Við bara eigum ekki orð yfir það

PG: En af hverju voru þeir að koma ruddalega fram við ykkur nú eruð þið að hjálpa fólki og láta í té, hjálpa fólki með matvæli og svona

AV: Þeir koma til dæmis, já fyrirgefðu þeir komu og versluðu hjá okkur mikið og og sem er náttúrulega bara eðlilegt

PG: já

AV: Og ja voru bara með yfirgang og ruddaskap vildu fá allt fyrir ekki neitt og og bara, og voru með orðbragð og, og og, okkur stóð líka stuggur af þeir voru allir hérna, og við sögðum þetta hljóta að vera bara stríðsglæpamenn vegna þess þeir voru allir hérna eh með ör í andliti og út um allan líkamann, ekki það að við vitum náttúrulega ekki þeirra fortíð og getum ekki dæmt það. En fannst þetta bara ógnvekj, ógnvekjandi menn, bara þeirra framkoma

PG: Já

AV: Ekki, hérna að þetta eru bara menn eins og við og við tökum á móti öllum hælisleitendum alveg jafnt og öðrum

PG: Já

AV: En en en þetta finnst mér,,,bara honum ekki til,,,,til bóta hvernig hvernig þetta var

PG: Það er nefnilega það

AV: Og það var sem við þekkjum af honum, og þeim. Þessum félögum. Af því ég ætla ekkert að sem sagt, mér fannst, ég bara tala um þá 4 vegna þess að, að við, þeir voru alltaf 4.

PG: Já

AV: Til 6, það vara bara eftir svona

PG: já

AV: Og það, það var komið þannig hjá okkur að, að, að hérna, að það er stelpurnar hjá mér vildu fá bara öryggishnapp sem við gætum bara ýtt á þannig að lögreglan hérna, kæmi strax eða bara, ah, að þær voru bara eins og ég segi dauðhræddar við þessa menn.

PG: Þurftuð þið að kalla til lögregluna?

AV: Nei við þurftum þess ekki reyndar en ehh en við vorum með tvo karlmenn og fengum svo tvo karlmenn til liðs við okkur, við okkur út af þessu, í Fjölskylduhjálpina.

PG: Jájá

AV: Bara til að standa vörð um okkur vegna þess að við erum náttúrulega bara konur og við höfum ekkert í eitt eða neitt en ekki fyrir að það, réðust ekki á okkur.

PG: nei

AV: En en þeir, þeir höfðu, b bara frammi þannig hegðun að að, bara yfirgang og, og og stjórnsemi og og bara eins og ja þeir réðu bara ríkjum og þetta var bara

PG: jájá

AV: Bara hvernig, ef nokkur dirfðist að tala svona eða hinsegin, sko þetta var bara uh, uh, okkur fannst við vera bara í hættu (hlær).

PG: jájá

AV: En það er okkar hérna tilfinning fyrir þessu

PG: Þú vildir nú ekki sjá þetta fólk sem hluta af Íslensku samfélagi, væntanlega ?

AV: Nei. Ég mundi ekki vilja það,

PG: nei

AV: Það er nú bara þannig.

PG: nei

AV: maður náttúrulega þekkir ekki

PG: nei

AV: nema þennan eina mann, einn og sér en en eins og ég segi, þetta var svona og, og og, okkur bara, stóð virkileg ógn af þessu,,,þessum mönnum. Og þeir eru sjálfsagt allir farnir því þeir hafa ekki sést, hjá okkur allavega.

PG: Nei þeir hafa ekki sést, eftir þá að Tony var sendur úr landi var, hafa þeir ekki sést eftir það ?

AV: Nei ekki eftir það nei. En það var einhvernvegin eins og hann væri fyrirliði það var svona, eh, hvort það var því hann talaði ensku, og hinir ekki það var svona

PG: Jájá

AV: Þannig að

PG: Hann hefur verið svona leiðtoginn á staðnum þarna?

AV: Já manni fannst það

PG: Já

AV: Og segi en og aftur að, að það eru allir hælisleitendur velkomnir til okkar þetta er ekki út af því að við séum rasistar eða, höfum eitthvað á móti hælisleitendum það er svo langt í frá við verðum bara að hugsa hvað við erum að gera Íslenska þjóðin

PG :þakka þér

AV: Hverju við erum að hleypa yfir okkur og annað

PG: Þakka þér fyrir þetta Anna

AV: Já þakka þér.

PG: Bless

AV: Já, vertu bless

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hætta á ferðum í Fjölskylduhjálp Suðurnesja

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.