Nú er þetta komið gott af árásum þínum á fjölmenninguna. Ég vil benda þér á að hér á landi eru innflytjendur og 2. kynslóðar innflytjendur nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í öllum skólum úti um allt land. Hvernig heldur þú að barni í 1. eða 2. bekk í grunnskóla líði að fá að vita það frá þér að fjölmenning sé skammaryrði ? Eða múslimabörnum í hvaða grunnskóla sem er í landinu ? Frjálsleg túlkun þín á staðreyndum er farin að taka á sig skáldsagnaform Jónas Kristjánsson og skortir algerlega góða rýni og mat á því hvað séu góðar heimildir.

Pistill þinn ber fyrirsögnina: “Sæmdarheitið Rasisti”

Annar pistill hefst á þessum orðum: “Framtíð fjölmenningar er dökk um alla Evrópu, líka á norðurlöndum, þar á meðal hér. “

“Fólk hættir ekki lífi og limum í þágu fjölmenningar. Hún er dæmd til að verða að „collateral damage“ í stríði miðalda gegn nútíma.”

Annar pistill inniheldur: “Þýzkaland er í áfalli yfir árásum þúsund ungra hælisleitenda og nýbúa á konur í Köln, Hamborg og Stuttgart. Drukknir múslimar óðu um götur og torg án þess að óviðbúin lögregla fengi að gert. Því er þöggunin að hrynja um glæpabylgju, sem fylgir hælisleitendum með sjónarmið úr miðöldum.

Ýmist eru hér á ferðinni upphrópanir sem kalla mætti öfgafullt propaganda, einnig er hér að finna ósannindi á stjarnfræðilegu skáldsagna-leveli. Hættu nú !

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hættu nú Jónas Kristjánsson

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.