trump-kovalesky

SkrumskælingSumir hefðu talið óhugsandi að maður eins og Donald Trump gæti orðið forseti Bandaríkjanna. Þó hafði Noam Chomsky spáð því fyrir mörgum árum að þetta myndi gerast enda væri kosningabaráttan orðin slíkur show buisness þar í landi að öflugur lýðsskrumari myndi ná kjöri á næstu árum, þó hefur almenningur ekki sýnt slíkum greiningum áhuga. Stjórnmálamenn hafa í síauknum mæli sagt og lofað því sem fólk vill heyra, við höfum einnig orðið vör við þessa þróun hér á landi.

Óttastjórn

Donald Trump lét það vera sitt fyrsta verk að fjarlægja upplýsingar um réttindi samkynhneigðra af vefsvæði forsetaembættisins. Hann hefur lofað því að fella úr gildi stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum. Hann segist ætla að setja sérstaka refsitolla á þau fyrirtæki sem ákveða að flytja starfssemi sína úr landi og nú þegar hefur borið á tilburðum yfirvalda í þessa veru þar sem að fyrirtækjum er beinlínis ógnað undir borðið ætli þau sér úr landi. Svona mætti lengi telja.

Noel Chomsky, Chomsky er er af mörgum álitinn einn helsti hugsuður Bandaríkjanna aftur til daga Víetnamstríðsins.

Noam Chomsky er er af mörgum álitinn einn helsti hugsuður Bandaríkjanna aftur til daga Víetnamstríðsins. Hann sá komu Donalds Trump fyrir.

Snargalin stefnumál

Áhyggjur almennings sem og flestra sérfræðinga af stefnu Trumps í málum er varða fóstureyðingar, stöðu innflytjenda, utanríkisstefnu og landamæragæslu eru gríðarlegar. Afstaða Trumps til landnáms Ísraela, áform hans um að tæta upp ýmsa fríverslunarsamninga Bandaríkjanna við önnur ríki. Áform hans um að rifta kjarnorkusamningi við Íran, áform hans um að afnema Obamacare, ekkert af þessu lýsir neinu raunsæi þessa nú valdamesta embættismanns í heiminum í dag. Það er alls ekki ofætlað að almennur ótti hafi gripið um sig gagnvart þessum nýju yfirvöldum og má sjá þess mörg dæmi í pressunni í Bandaríkjunum og víðar.

Í fjölmiðlum í Latin-Ameríku má greina mikla depurð og ótta í garð Donalds Trump og er fátt sorglegra en að lesa pistlaskrif í Mexíkó hvað þetta varðar. Um leið og tilkynnt var um kosningaúrslitin þá greip um sig sorg og ótti um gjörvalla suður og miðameríku, svo ekki sé talað um Latin samfélagsins innan Bandaríkjanna, enda hófst samdægurs alda haturglæpa í garð hinna ýmsu þjóðarbrotan og minnihlutahópa í Bandaríkjunum.

Ekki forseti allra

Þá er hegðun forsetans óhugnanleg þegar kemur að samskiptum hans við hinar ýmsu persónur í Bandaríkjunum en hann virðist ekki sjá neitt óeðlilegt við að hreyta ónotum í óbreytta borgara, þar hafa ýmsar þjóðþekktar persónur fengið að þola lágkúrulegar aðdróttanir hans, svo sem Robert De Niro, Rosie O’donnell og Merrill Streep, en einnig óþekktir almennir borgarar, þar á meðal fatlaður blaðamaður sem Trump gerði grína að vegna fötlunar hans.

Fjölmiðlum hótað

Þetta er svo sem í sinfóníu við áróður hans gegn fjölmiðlum sem hann segir ljúga upp á sig í sífellu, nú þegar hefur verið haldin fundur með fjölmiðlafólki í Hvíta Húsinu þar sem fjölmiðlum er lesinn pistillinn.

Í þessari fyrstu ræðu fjölmiðlafulltrúans eftir að hann tekur við embætti, varar hann fjölmiðla við því að þeir muni verða látnir sæta ábyrgð (“held acountable”). Hann skammast einnig yfir því sem hann segir vera rangan fréttaflutning af fjölda áhorfenda við innsetningu Donalds Trump og leggur þeim til hvað þeir hefðu frekar átt að segja. Nú hefur komið í ljós að fjölmiðlar höfðu rétt fyrir sér í áætluðu mati á mannfjölda. Þá eru almenn samskipti Trumps sjálfs við fjölmiðla með þeim hætti að þaggað er niður í blaðamönnum sem bera upp spurningar sem honum henta ekki og blaðamönnum jafnvel vísað á dyr.

Þessi skrumskæling nýkjörins forseta Bandaríkjanna á þætti fjölmiðla í lýðræðisskipaninni kallast því miður á við málflutning og málatilbúnað á hendur fjölmiðlum hér á landi. Þótt þar hafi farið fremstur í flokki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nú fyrrverandi forsætisráðerra, þá hafa bæði Sjálfstæðis og Framsóknarmenn stutt hann dyggilega í árásum og vitfirrtum samsæriskenningum á hendur fjölmiðlum.

Donald Trump er ógn við stöðugleika

Það má gera ráð fyrir að fátt muni verða sem áður undir þessum forseta. Hann mun ógna stöðugleika hvar sem er í heiminum. Miðausturlönd munu skjálfa vegna breyttrar afstöðu hans til nýbygginga Ísraelsmanna á landi Palestínumanna og það er einungis byrjunin. Andstaða við Bandarísk stjórnvöld mun færast í aukana víða í Ameríku, þ.m.t. á Kúbu en Donald Trump vill draga til baka tilslakannir gagnvart stjórnvöldum þar. Þetta mun herða tök kommúnista á Kúbu og sú hætta er fyrir hendi að landinu verði aftur lokað. Samskipti Bandaríkjanna við Bólivíu munu taka skref aftur á bak svo eitthvað sé nefnt.

Innflytjendur, jafnt 1.2. eða 3. kynslóðar í Bandaríkjunum þurfa nú að óttast um afdrif og öryggi ætmenna sinna sem ekki eru með sína pappíra í lagi og meðal latinoa í Bandaríkjunum ríkir mikill ótti. Haturglæpum fer fjölgandi og svona mætti lengi telja. Ástandið sem fylgir Trump er því langt frá því að skapa neinn frið neins staðar, hvort sem er innan Bandaríkjanna eða utan þeirra, heldur þvert á móti þá er hér á ferðinni sá mesti lýðskrumari sem við höfum séð frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hættulegasti forseti Bandaríkjanna

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.