Arnarholt

Ég hef sent fyrirspurn á Frosta Logason í framhaldi af því að hann sakaði mig og Semu Erlu Serdar um að ljúga upp á Arnþrúði Karlsdóttur í viðtali við mig í Harmageddon í fyrradag. Ég einfaldlega kannast ekki við að hafa sagt Arnþrúði hafa logið upp á flóttafólk í Arnarholtsmálinu. Ef að slík handvömm hefur átt sér stað af minni hálfu, þá skal það aftur á móti leiðrétt hið snarasta en ég þarf að fá tilvísun.

GW-badgeÉg hef aftur á móti sakað hana sem útvarpsstjóra um að hafa leyft og þar með miðlað fölskum ásökunum um barnaníð í hendur flóttafólki í Arnarholti og stend ég fyllilega við þá ásökun enda mun ég leggja það mál fyrir fjölmiðlanefnd í næstu viku.

Einnig er það merkileg árrátta hjá Frosta að halda því fram að þetta mál hafi einungis átt sér stað í stutta stund og hafi jafnharðan verið leiðrétt. Umræðan stóð í marga daga og það geta allir vitnað um sem fylgdust með málinu. Þetta furðulega háttalag Frosta að standa svona fastur á einhverju sem stenst ekki í viðtölum þar sem að hann er þáttastjórnandi og stýrir framgangi þáttarins, er afar hvimleið svo ekki sé meira sagt. Það er lágmarkskrafa að rétt sé farið með og ekki sé verið að neyða fólk til að sitja undir fölskum upplýsingum.

Af einhverjum ástæðum hefur ekkert svar borist frá Frosta hinum ágæta útvarpsmanni sem ég vil taka fram að mér líkar alveg ágætlega við enda eru þau orðin ófá viðtölin sem ég hef verið í hjá þeim Frosta og Mána og er það jafnan skemmtilegt að kíkja til þeirra. Ef að svar berst frá Frosta með tilvísun í texta eða upptöku þar sem ég á að hafa sakað Arnþrúði um ofangreint athæfi, þá verður mér ljúft að leiðrétta sjálfan mig og mun ég þá gera það hér á Sandkassanum. En þangað til að slíkt svar berst, þá verð ég að ganga út frá því að Frosti Logason, hinn ágæti útvarpsmaður, hafi haft rangt fyrir sér 😉

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hafði Frosti Logason rangt fyrir sér ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.