Gunnar Waage drummer

Gunnar Waage Trommuleikari

Undanfarið hefur nokkuð borið við, að reynt hefur verið að gera lítið úr Gunnari Waage, tónlistarmanni, kennara og skólastjóra, á opinberum vettvangi. Notuð er þekkt og lágkúruleg aðferð rökþrota og óttasleginna manna, sem verða fyrir gagnrýni, og allt tínt til, sem hugsanlega gæti rírt persónu Gunnars og árángur í starfi og leik. – Afrek hans – liggur mér við að segja, því það er ekkert annað en afrek, að halda úti eigin tónlistarkóla, með manni, mús og tækjum.

Gunnar hefur gagnrýnt, og réttilega svo, hatursáróður Arnþrúðar Karlsdóttur og attaníossa hennar á soraútvarpinu Sögu, einhver Pétur Gunnlaugsson þar fremstur í hirð smámenna. Gunnar hefur lengst af haldið ró sinni gagnvart þessu “hyski” og gerir það einnig í þessari áminningu, sem ég kvet ykkur til að lesa og mynda ykkur sjálfstæða skoðun á. Gunnar þekki ég persónulega, af góðu einu, og þykist vita hvaða mann hann hefur að geyma.

Hjörtur Howser

Hljómlistamaður, tónskáld og kennari

Latest posts by Hjörtur Howser (see all)

Hatursáróður Arnþrúðar Karlsdóttur

| Hjörtur Howser |
About The Author
- Hljómlistamaður, tónskáld og kennari