Í kynningu á Christine Williams er jafnan látið sem að þarna fari kona sem lætur sér annt um innviði samfélagsins, hún sé einhver sem starfi með múslimum í endurhæfngarvinnu. En í viðtali við Frosta Sigurjónsson í Harmageddon birtist manni árásargjörn og múslimofóbísk persóna sem tortryggir alla múslima hér á landi.

Christine Williams fyrirlesari á ráðstefnu sem haldin verður á morgun á Grand Hotel, segir í tengslum við þá múslima sem búa á Íslandi að þeir múslimar sem álitnir séu friðsamir geti allt eins verið “stealth” sem mætti útleggjast sem sleepers eða öfgatrúarfólk undir yfirborðinu. Þá nefnir hún meðal annars orðanotkun eins og Islamófóbía sem merki um að viðkomandi geti verið öfgamúslimi.

Christine Williams “,,,þið töluðuð um Ísland og þið töluðuð um hófsama múslima. Hvernig veistu það ? Þau mistök eru oft gerð að leggja að jöfnu öfgamennsku og líkamlegt ofbeldi. Það eru mörg form af jihad og þegar öllu er á botninn er hvolft þá fjallar þetta um yfirtöku, ertu stealth jihadisti, ertu ofbeldisfullur jihadisti. Því miður þá kemst stealth útgáfan oft upp með frítt spil. Það er mjög erfitt að greina þarna á milli. Sem dæmi þá hef ég ekki ennþá hitt umbótasinna af þeim sem ég tek viðtöl við í bókinni og þess utan sem kannast ekki við tilverurétt Ísraels

Frosti: En afsakaðu þetta er sá málflutningur sem þú ert með hér er nákvæmlega það sem fólk hræðist að, ég meina þú talar um þessa 1,500 hófsömu múslima á Íslandi að vitum í raun ekki hvort þeir séu hófsamir eða ekki. Þú ert að sá fræjum, þú ert að reyna að hræða fólk,,,,”

“Þegar maður lítur til þess sem er að gerast í Evrópu þá er ekki hægt að neita því. Ein mjög aðvarandi skýrsla var birt í gær og þetta er hægt að finna á Jihadwhatch þar sem þessi unga skátastelpa frá Tékklandi sagði hreint út í svari hennar til Ný-nasista:

Áttar þú þig á því að þér gæti verið nauðgað af einum af þessum flóttamönnum sem koma inn í landið ?

Hennar svar var, ja ég jafna mig á því. Og mín spurning til slíks, til fólks sem hugsar svona er ef einhver frá vestrænu samfélagi nauðgar þér muntu þá bara sætta þig við það (take it), jafna þig bara ?

Frosti: Þannig að þú ert að segja að við verðum að tortryggja alla múslima.

Nei ég er ekki að segja að við eigum að tortryggja en við þurfum að spyrja spurninga. Við þurfum að vera street smart þegar kemur að því að taka á múslimum. Þú þarft að spyrja þig þeirrar spurningar: Eru þau að nota skilgreiningar eins og Islamofóbía, nýlendustefna og halda þau sig við þessa sögu fórnalambsvæðingar.”

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hatursfullur málflutningur Christine Williams í Harmageddon

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.