Jóna Salmína Ingimarsdóttir

Jóna Salmína Ingimarsdóttir

Það skal tekið fram að Jónu og Snorra var gefin frestur til kl. 16.00 í dag til að gefa sjálf út skýringar. Þau hafa ekki orðið við því. Snorri hringdi í Semu Erlu Serdar og bað hana afsökunar en sagðist um leið ekki ætla að koma þeirri afsökunarbeiðni á framfæri á opinberum vettvangi.

Snorri Jónsson, sambýlismaður Jónu Salmínu Ingimarsdóttur, deildarstjóra við Leikskólann Kirkjugerði í Vestamannaeyjum, setti inn hatursummælin í garð Semu Erlu Serdar.

    “Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi(múslimaskítmenna)“

 

Í viðtali Jónu við DV í morgun, kemur fram eftirfarandi:

    „Ég vinn með litlum börnum og það er skelfilegt fyrir mína vinnu að hafa lent í þessu. Póstarnir hafa hrúgast inn til yfirmanns míns á leikskólanum, enda mikil ábyrgð að starfa með litlum börnum. Leikskólastjórinn og samstarfsfólk mitt stendur þétt við bakið á mér og veit að ég myndi aldrei skrifa neitt þessu líkt.“

Ummælin rituð undir áhrifum áfengis

En í póstsamskiptum milli Semu Erlu Serdar og Jónu Salmínu, sem og Snorra sem fara fram í framhaldi af því að Snorri Þór hringdi í Semu Erlu og sagði henni að hann hefði skrifað ummælin í nafni Jónu Salmínu undir áhrifum áfengis, er staðfest af Jónu Salmínu að Snorri Þór setti hatursummælin fram og að þau hjónin hafi um lítið annað rætt síðan að málið kom upp, sem og að hann þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Þar segir Jóna Salmína:

“Eins og þú getur kannski ímyndað þér þá er ekki búið að vera mjög gott á milli mín og sambýlismanns míns þessa daga og lítið talað annað en að hann leysti úr þessu og hafði hann því ekki hugmynd um þetta viðtal og var svo í kvöld að segja mér að hann hafi hringt í þig. Ég er búinn að hafa samband við Dv og biðja um að þetta verði ekki birt en hugsanlega of seint. Ég er miður mín að þetta hafi gerst gagnvart þér og þínum.” –stafsetning leiðrétt

 

Það er því ljóst að Jóna Salmína Ingimarsdóttir hefur sagt ósatt í málinu í þeim tilgangi að hylma yfir haturorðræðu sambýlismanns síns. Jóna Salmína Ingimarsdóttir hefur verið iðin við að reyna að stilla málinu öðruvísi upp en það kemur fyrir í tölvupóstssamskiptum þeirra Jónu og Snorra við Semu Erlu Serdar. Nefnilega að hún sjálf og hennar fjölskylda sé fórnarlamb í málinu. Því fer þó fjarri að gerandinn sé fórnarlamb.

Samkvæmt frásögn þeirra Jónu og Snorra, þá hafa þau verið fullmeðvituð um hið rétta í málinu síðan á laugardag og hafa um lítið annað rætt sín á milli frá því málið kom upp. Þó hefur ekki verið neinn skortur á tilraunum þeirra og fólks sem að þau þekkir, til að sverta vinnubrögð Sandkassans, þá hafa þau einnig látið sér í léttu rúmi liggja að því er virðist, það aðkast og aukin hatursræða sem beinst hefur að Semu Erlu Serdar í kjölfarið á ásökunum þeirra um falskan frétttaflutning og vonda fjölmiðla.

Eini þolandinn í þessu máli sem og öðrum málum er varða hatursáróður, er hann/hún sem að áróðurinn beinist gegn, aldrei gerandinn. Ekki frekar en að fórnarlömb nauðganna geti borið ábyrgð á verknaðinum, svo er aldrei í pottinn búið. Hatursorðræða er ofbeldi og saknæmt athæfi og við því liggja fangelsisdómar og er fyrir því full ástæða. Hatursáróður skaðar þolendur, og hatursáróður skaðar börn þolenda.

Hér á Sandkassanum verður áfram tekið á hatursorðræðu af 0 tolerance. Engin grið verða gefin og engin afsláttur á ofsóknum í garð saklausra borgara.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hatursummælin í nafni Jónu Salmínu rituð af sambýlismanni.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.