Ég var alltaf frekar skeptískur á hversu góð heilsugæsla utan klakans væri, enda var manni alltaf talin trú um að allt væri best á Íslandi. En ég er að komast að því að hún er bara ekkert síðri hér í Noregi og jafnvel enn betri en heima. Ég hef lent í því að skaða mig á fingri, skaða á mér hnúann og þurfa á saumaskap að halda og núna síðast fékk ég einhvern óþverra í hálsinn sem veldur því að ég spíti blóði ef ég hósta hressilega.

 

Ég hreinlega veit ekki hvað málið var með þetta, en mig grunar að um myglusvepp hafi verið að ræða í húsinu sem við vorum að byggja í Fiskå, því þetta endurtók sig, þó ekki á jafn slæma máta nokkrum dögum seinna. Læknisskoðunin skilaði engu, en kostaði smávegis. Ekki má þó gleyma því að laun eru mun hærri hér í Noregi en heima á Íslandi, og því var hlutfallslegur kostnaður minni en maður er vanur heima.

 

Það eru sjaldan vandamál með að komast að hjá læknum hér. Það eina sem getur valdið vandræðum er væntanlega þegar maður býr í stórum borgum og bæjum og þarf að komast að hjá ríkisrekna kerfinu. En í Jørpelandi, Tau og Søgne hef ég aldrei átt í vandræðum með að komast að, hvorki hjá heimilislækni eða neyðarþjónustu, hvort sem ég hef sjálfur átt erindi eða eitt af börnunum.

 

Fleiri pistlar eru í vinnslu og munu birtast hér á næstu dögum, þeir eru þó ekki um heilbrigðisþjónustuna hér úti, enda hef ég sem betur fer ekki mikið þurft að nota hana.

Tómas Þráinsson

Býr í Noregi, gítarleikari, lagasmiður, lyftaramaður, krónískur þumalputti sem reynir eftir bestu getu að smíða sumarhús fyrir norska olíugreifa, 2ja barna pabbi, 4 barna stjúppabbi, 2ja barna stjúpafi og eiginmaður bestu konu í heimi. Iðka búddisma Nichirens Daishonin eftir því sem mögulegt er og hef skoðun á öllu og meiru til. Ég ligg aldrei á þessum skoðunum mínum ef ég tel að þær eigi erindi við aðra, jafnvel þó það kosti að fólk fari í massíva fýlu við mig. Sannleikanum verður hver sárreiðastur stendur einhvers staðar og ég er alveg sammála þeirri lífsspeki.

Latest posts by Tómas Þráinsson (see all)

Heilsugæsla í Noregi

| Tómas Þráinsson |
About The Author
- Býr í Noregi, gítarleikari, lagasmiður, lyftaramaður, krónískur þumalputti sem reynir eftir bestu getu að smíða sumarhús fyrir norska olíugreifa, 2ja barna pabbi, 4 barna stjúppabbi, 2ja barna stjúpafi og eiginmaður bestu konu í heimi. Iðka búddisma Nichirens Daishonin eftir því sem mögulegt er og hef skoðun á öllu og meiru til. Ég ligg aldrei á þessum skoðunum mínum ef ég tel að þær eigi erindi við aðra, jafnvel þó það kosti að fólk fari í massíva fýlu við mig. Sannleikanum verður hver sárreiðastur stendur einhvers staðar og ég er alveg sammála þeirri lífsspeki.