Fjórflokkurinn_banner

Ég er hvorki Pírati né eitt eða neitt annað, heldur áskil mér rétt til að meta hvert mál fyrir sig, ég var á móti síðustu stjórn, er á móti þeirri sem er nú og verð á móti þeirri næstu, sama hver í henni mun sitja, þannig er það nú bara. Enda verður einhver að vera með fulla 5. Einhver verður að halda vöku sinni og gagnrýna, það mun ég gera sama hver situr í stjórn.

En nú þykir mér vera viss villa í umræðu fólks um meint “stefnuleysi” Pírataflokksins. Sú staðhæfing er röng þar sem að eitt af höfuðstefnumálum þeirra er “Beint Lýðræði”. Í Grunnstefnu Pírata segir:

“Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.”

Það hafa margir notað þetta hugtak í máli sínu, meira að segja hægri menn misnota hugtakið, en staðreyndin er sú að enginn annar flokkur hér á landi aðhyllist raunverulega hið beina lýðræði sem felst í þjóðaratkvæðagreiðslum. Jú þeir segjast gera það þangað til þeir komast í stjórn, þá vilja þeir frið fyrir Íslenskri alþýðu og ekkert þjóðaratkvæði.

Þegar Píratar taka við stjórnartaumunum eftir næstu kosningar sem að sterkar lýkur eru á að þeir muni gera. Þá munum við sem dæmi fá að greiða atkvæði um afnám fiskveiðistjórnunarkerfisins, við munum sem þjóð greiða atkvæði gegn öllum afslættinum sem útgerðarmenn fá fiskveiðiheimildirnar á í dag. Þetta þýðir að tekjur ríkisins af fiskveiðum á Íslenska landgrunninu munu aukast um 80%.

Þetta þýðir einnig að rekstrarvandi ríkisins verður úr sögunni. Píratar munu leyfa þjóðinni sjálfri að koma þessari leiðréttingu og hreingerningu til leiðar. Þetta er nú heldur betur STEFNA, eitthvað sem alla hina flokkana skortir.

Fjórflokkurinn

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

heldur betur STEFNA PÍRATA

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.