Koyanisqatsi

Það er ekki svo að fólk ætti að upplifa mikið öryggi í þessu landi. Lögreglan fer án heimildar inn á heimili ungs manns og finnur þar kannabisefni. Í stað þess að slæmir lögreglumenn fái tiltal fyrir gagnslaus vinnubrögð og brot á friðhelgi, þá uppskera þeir dóm yfir unga manninum, hann skal borga ellegar sitja inni.

Hvenær fara þeir inn til þín ?

Maður sem gengur með HIV veiruna, er dæmdur í gæsluvarðhald, settur í fangelsi. Glæpur hans er að vera með ólæknandi sjúkdóm.

Best að vona að maður veikist ekki. Alla vega ekki meðan að pólitískt skipaður óhæfur lögreglustjóri Höfuðborgarsvæðisins skuldar Sjálfstæðisflokknum stóran greiða.

Barnaverndaryfirvöld vernda ekki börn, þau vernda einungis óhæfar mæður. Nú drepur kona barnið sitt. Búin að vera schizoaffective með fullri vitneskju Barnaverndaryfirvalda sem sáu þó enga ástæðu til að koma barninu til bjargar. Barnaverndaryfirvöld segjast síðan hafa tekið málið mjög vel fyrir eftir að þetta gerðist. Allir vita að það hafa þau ekki gert.

Ef þú ert barn sem þarft á aðstoð að halda, tja þá mun sú aðstoð ekki berast.

Við gætum skipt landinu í tvennt, byggt vegg milli austurs og vesturs, norðurs og suðurs, og geymt lágstéttina öðru megin við vegginn, hástéttina hinu megin. Öðru megin við vegginn, mætti fólk viðhafa þessa stjórnarhætti sem nefndir voru hér að ofan, ekki hinumegin. Öðru megin við vegginn getur þú verið með lögregluna í vinnu hjá þér ef þú ert í samböndum, hinumegin ekki.

Við erum einnig að gera þetta gagnvart umheiminum, í samstarfi sem nefnist Schengen (ytri landamæri ESB). Okkar megin við landamærin ríkir einhverskonar vond hagsmunadrifin siðmenntun. hinum megin við vegginn, er auðlinda og matarkistan okkar í þriðja heiminum. Þar er að finna yfir 50 milljónir manna sem eru á flótta undan átökum í heiminum. Þessu fólki má alls ekki hleypa yfir vegginn.

Hvað ætlið þið að hafa vegginn háan og hve lengi á hann að standa, líður þér betur hérna megin ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hérna megin við vegginn

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.