“Virðulegir gestir, bræður og systur, herrar mínir og frúr, vinir og óvinir”

-Malcolm X-

no-sell-outÉg hef aldrei sagst vera að fara einhverja bónarleið, ég er ekki að biðja menn um að hætta að níðast á fjölmenningarsamfélaginu, það hef ég aldrei gert. Ég er að stunda hernað gegn rasisma hér á landi og hernaður er ekkert kurteisismál. Þessi hernaður gengur út á að knésetja þau öfl í landinu sem nota andúð á útlendingum sér til framfráttar.

Stjórnvöld hafa stofnað til þessa ástands og þið vitið hver þið eruð, þið hafið æst fólk kerfisbundið upp gegn fjölmenningarsamfélaginu.

Lögreglan heldur ekki uppi reglu í málaflokknum, ákærur eru ekki gefnar út í alvarlegum málum sem þýðir hvað?

Það þýðir að stór hópur borgara nýtur ekki verndar lögreglu meðan að ráðherrar og þingmenn æsa almenning upp gegn þessum sama hópi borgara.

Því er komin upp sú staða að ekki verður lengur við unað, ég mun héðan í frá ekki leita til lögreglu með þau mál sem koma inn á mitt borð og ég mun ráða innflytjendum á Íslandi frá því að leita til lögreglu með sín mál. Frekar munum við taka á málum sjálf.

Við munum ekki eiga í viðskiptum við þá sem eiga í viðskiptum við aðila sem gera út á hatursorðræðu gegn fjölmenningarsamfélaginu.

Við munum ekki eiga í viðskiptum við þau fyrirtæki sem sýna innflytjendum ekki virðingu og mismuna viðskiptavinum sínum á grundvelli uppruna.

Haldið verður áfram að lista fyrirtæki á svarta listann sem virðast ekki ráða við þær leikreglur sem fylgja fjölmenningu, í dag bætist fyrirtæki í hóp tuga fyrirtækja á Svarta Listanum, það er veitingastaðurinn: American Bar, en dyravörður neitaði að hleypa Mexíkönskum manni inn á staðinn á þeim forsendum að hann væri útlendingur. Eigandi staðarins segir málið ekki vera á sína ábyrgð og dyravörðurinn starfar en á American Bar.

Haldið verður áfram að lista Íslenska Ný-rasista á Sandkassanum ásamt skjáskotum og ummælum þeirra.

Ég sagðist aldrei ætla að fara neina bónarleið, þetta er hernaður og ég mun ganga eins langt og þarf.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hernaður gegn rasisma á Íslandi

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.